Innlent

Enn loga eldar

mynd/ hafþór gunnarsson
Enn loga eldar í Laugardal í Súðavíkurhreppi en átta dagar eru síðan þar var fyrst varts elds í jarðvegi. Slökkviliðið á Ísafirði vann að slökkvistarfi í gær og í nótt en vaktaskipti voru í morgun við Slökkviliðið á Súðavík.

Þorbjörn Sveinsson, slökkviliðsstjóri Ísafjarðar, segir að aðstæður til slökkvistarfs séu mjög óhentugar, sól skíni í heiði og 15 stiga hiti sé á svæðinu.

Í nótt hafi vindur einnig gert slökkviliðsmönnum erfitt fyrir, eldur hafi byrjað að rjúka upp en tekist hafi að halda honum í skefjum með því að dæla vatni yfir svæðið.

Býst hann við að ekki náist að slökkva eldinn á næstunni þar sem víða logar mór og öðrum jarðvegi. Enn sé beðið eftir rigningu sem spáð hafi verið í um það bil viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×