Innlent

Fagnar því ef fatlaða fólkinu er hlift

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóley Tómasdóttir er borgarfulltrúi VG.
Sóley Tómasdóttir er borgarfulltrúi VG.
„Ég fagna því ef þetta er rétt. Það er bara mikilvægt og gott að fólk sjái að sér," segir Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi VG, um þá fyriræltun Reykjavíkurborgar að hætta við að hækka matargjöld á fatlaða starfsmenn á vernduðum vinnustöðum í Reykjavík.

Björk Vilhelmsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður velferðarráðs, sagði í hádegisfréttum RÚV í dag að hún teldi vilja fyrir því að endurskoða fæðisgjaldið. „Við höfum eiginlega ákveðið að við viljum endurskoða þetta fæðisgjald. Við munum draga til baka þessa gjaldskrá sem núna hefur verið tekin ákvörðun um og endurskoða hana í samráði við notendur þjónustunnar og hagsmunasamtök fatlaðra," sagði Björk.

Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum stóð til að hækka fæðisgjald fatlaða fólksins upp í 610 krónur. Það hefði þá orðið um þriðjungi hærra en gjaldið sem borgarfulltrúar og embættismenn greiða í Ráðhúsinu, en það er um 400 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×