Leikarinn Channing Tatum, sem beraði líkamann í kvikmyndinni Magic Mike á árinu, hefur verið kosinn kynþokkafyllsti núlifandi maðurinn af tímaritinu People.
Channing var afar hógvær þegar hann heyrði fréttirnar.
"Ég hugsaði fyrst hvort væri verið að gera at í mér," segir Channing. Það næsta sem hann gerði var að segja eiginkonu sinni, Jennu Dewan-Tatum, tíðindin.
"Hún kallar mig kynþokkafyllsta núlifandi manninn núna."
Channing er nú að æfa sig fyrir hlutverk sem íþróttamaður í kvikmyndinni Foxcatcher og er orðinn ansi hreint massaður.
Kynþokkafyllsti maður heims
