Gleðibankinn í öllum partíum Kjartan Guðmundsson skrifar 22. apríl 2012 21:00 Vignir Rafn Valþórsson og Vera Sölvadóttir hafa hvorugt fengið boðskort í fimmtugsafmæli Tom Cruise, en þau gæfu honum buffaló-skó og sálfræðitíma í afmælisgjöf. Mynd/Valli Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar. „Ég er alltaf með sólgleraugu. Líka á veturna," segir leikarinn Vignir Rafn Valþórsson þegar hann sest niður á Hressó á svölum en sólríkum aprílmorgninum. Hinn hluti rökstólapars vikunnar, kvikmyndagerðar-, dagskrár- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir, er hins vegar sólgleraugnalaus. „Síðasta mánuðinn hef ég týnt tveimur pörum af Ray-Ban og er ógeðslega svekkt. En það er nýtt par á leiðinni í póstinum. Jack Nicholson sagði eitt sinn: "Without my Ray-Bans I am nothing. With them, I am Jack Nicholson."Vandamál í miðbænumHvað vitið þið hvort um annað?Vignir: „Við þekkjumst nú eitthvað."Vera: „Já, ég hitti þig fyrst í gegnum vinkvennahóp úr Garðabænum. Svo sá ég þig fyrst í leikhúsi í verkinu Penetreitor. Varstu ekki að útskrifast úr leiklistarskólanum þá?Vignir: „Jú, passar. Ég man líka eftir þér frá Sirkus-árunum, þeim skemmtilega og þokukennda tíma. Og ég veit auðvitað að þú ert kvikmyndagerðar- og tónlistarkona. Svo sátum við nú saman til borðs á Ölstofunni síðasta sunnudag ásamt fullt af skemmtilegu fólki."Vera: „Ætli við séum ekki í tengslum við sama fólkið í sömu kreðsunum."Vignir: „Jú, þetta er svona miðbæjar-kunningsskapur. Það fylgja ýmis vandamál því að búa í miðbænum, til dæmis að ákveða hvort maður eigi að heilsa sama fólkinu í hvert skipti sem maður hittir það, eða bara í fyrsta sinn sem maður hittir það þann daginn. Helsta vandamálið eru samt túristarnir, fólkið sem er að bjarga landinu okkar, sem stoppar og virðir fyrir sér Esjuna eða eitthvað slíkt sem maður er sjálfur farinn að taka sem sjálfsögðum hlut. Þá eru þeir oft fyrir manni þegar maður þarf að vera löngu kominn á barinn."Vera: „Já, og svo stoppa þeir oft úti á miðri götu þegar maður er á bíl."Vignir: „Já. En guð blessi þá."Jesús yrði fínn forsetiKomandi forsetakosningar eru mál málanna. Fylgist þið með hræringum í þeim efnum? Og hvern mynduð þið velja, lífs eða liðinn, sem nýjan forseta ef þið fengjuð frítt spil?Vera: „Svona með öðru eyranu."Vignir: „Ég var mjög ánægður þegar Þóra Arnórsdóttir sagði já og myndi kjósa hana ef kosningarnar væru á morgun. En þú?"Vera: „Mér finnst að minnsta kosti tveir af frambjóðendunum mjög frambærilegir."Vignir: „Það er svo brjálæðislega glatað að forseti lýðræðisríkis verði sjálfkjörinn í fjórða sinn í röð, bara vegna þess að við nennum ekki að pæla í því hver ætti að taka við. Ég held að þetta sé þrælsóttinn okkar síðan í gamla daga. Við erum góð í að sætta okkur við orðinn hlut."Vera: „Ég hef einmitt heyrt þessa umræðu í heita pottinum. Að það sé svo mikið vesen að breyta til. Það finnst mér skrítið viðhorf, því það er oft miklu meira mál að breyta ekki til."Vignir: „Algjörlega. Væri Jesús annars ekki fínn í þetta djobb?"Vera: „Ef ég gæti breytt kerfinu myndi ég líklega annað hvort leggja niður forsetaembættið og færa ábyrgðina yfir á forsætisráðherra eða gera forsetaembættið valdameira. En eins og staðan er núna væri kannski bara fínt að fá Kára Stefánsson til að búa til nýja manneskju úr Hófí og Jóni Páli."Vignir: „Já, eða Hófí og Hemma Gunn. Við erum auðvitað börn níunda áratugarins."Vera: „Einmitt. Myndum spila Gleðibankann í öllum partíum."Vignir: „Bessi Bjarnason væri líka góður kostur. Það er ómögulegt að hafa nokkuð á móti honum."Vera: „Hann yrði bangsinn okkar."Vignir: „Eða bara að fá Kára til að redda Vigdísi árið 1980 aftur. Planta blómum, hengja orður á herforingja og byrja upp á nýtt."Stælalaus og viðkunnanlegHljómsveitinni Of Monsters and Men gengur vel í Bandaríkjunum og kemur meðal annars fram í vinsælum spjallþætti Jimmy Fallon í maí. Ef þið væruð í beinni útsendingu frammi fyrir stórum hluta bandarísku þjóðarinnar, mynduð þið nota tækifærið og senda henni einhver sérstök skilaboð?Vignir: „Maður hefur ekki komist hjá því að heyra nokkur lög með þessari hljómsveit en ég hef ekki heyrt plötuna."Vera: „Sama hér. En það er frábært ef það gengur vel hjá þeim."Vignir: „Það er samt dálítið erfitt að greina hvað er í raun góður árangur og hvað ekki, því ef einhver Íslendingur gerir eitthvað í útlöndum er það oftast stimplað sem eitthvað geðveikt. Svo kemur kannski síðar í ljós að það var ekki jafn frábært og stóð í blaðinu. En það er erfitt að horfa framhjá því að 6. sæti á Billboard-listanum er stórkostlegur árangur."Vera: „Já, svona fréttaflutningur er svolítið hættulegur. Það er ekkert mál að senda frá sér fréttatilkynningu um að fólki gangi svakalega vel í Þýskalandi, en svo er það kannski bara í einhverjum smábæ. Samt er ekki verið að ljúga neinu."Vignir: „Einmitt. „Við erum rosa stórir á bar í München!" Ég man þegar Jet Black Joe fékk samning upp á sjö plötur í Bandaríkjunum og mér fannst það alveg rosalegt. En svo kom bara engin plata, eða var það ein plata? En þetta er skemmtilegt og margt svo fallegt við þetta band."Vera: „Já, þau eru mjög viðkunnanleg."Vignir: „Já. Hann er feitur og hún rosa sæt. Svo eru þau líka laus við stæla."Vera: „Já, það er alltaf ánægjulegt."Vignir: „Trommarinn er reyndar kominn með kúluhatt. Ætli hann verði nokkuð með á næstu plötu? En ef ég fengi færi á að senda bandarísku þjóðinni skilaboð myndi ég líklega bara segja henni að leggja frá sér gaffalinn."Vera: „Ég myndi bara segja ást og friður. Verið góð hvert við annað."Vignir: „Er það ekki það sama og forseti Íslands ætti að segja?Vera: „Jú, enda hef ég alltaf sagt að ég væri til í að verða forseti."Vignir: „Hvað myndirðu þá gera?"Vera: „Nú, segja fólki að vera gott hvert við annað. Og láta það fara í hópfaðmlag."Vignir: „Eru það ekki dálitlir einræðisherratilburðir? "Faðmist!"Vera: „Í myndinni Bananas sagði Woody Allen að sem einræðisherra myndi hann skipa fólki að skipta um nærbuxur á hálftíma fresti og klæðast þeim utan yfir fötin sín svo það sé auðveldara að athuga. Það yrði bara skemmtilegt að fá smá skapandi hugsun í embættið."Fegurðarfatlaður Tom CruiseLeikarinn Tom Cruise er væntanlegur til landsins í júní til að taka upp stórmynd og halda upp á fimmtugsafmæli sitt í leiðinni. Hvað mynduð þið gefa honum í afmælisgjöf?Vignir: „Hvar ætlar hann að halda upp á afmælið?"Vera: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki enn fengið boðskort."Vignir: „Hann hlýtur að láta grafa fyrir veislusal í Eyjafjallajökli eða eitthvað slíkt. Ég myndi allavega gera það ef ég væri hann."Vera: „Ég man bara ekki í hvaða myndum Tom Cruise hefur leikið síðustu ár, nema Mission Impossible 1, 2, 3 og 4. Hvaða mynd er hann að fara að taka upp hér?"Vignir: „Mission Impossible 18. Tom Cruise getur alveg verið góður leikari en hann er dálítið fegurðarfatlaður. Svolítill Hollywood-stimpill á honum eins og Johnny Depp, Brad Pitt og fleirum sem eru frægari fyrir að vera fallegir en það sem þeir hafa gert."Vera: „Lendir þú aldrei í svona veseni? Að það verði hreinlega til trafala hversu fallegur þú ert? Ertu viss um að fólk taki þig alvarlega?"Vignir: „Nei. Ég er alveg viss um að fólk tekur mig ekki alvarlega, en það er ekki vegna þess hversu fallegur ég er."Vera: „Það verður forvitnilegt að sjá hversu lágvaxinn Tom Cruise er í raun og veru."Vignir: „Já, hann er pínulítill. Gefur maður honum ekki bara buffaló-skó í afmælisgjöf?"Vera: „Ég myndi gefa honum tíma hjá sálfræðingi. Og buffaló-skó."Vignir: „Já, til að Tom geti horfst í augu við sálfræðinginn þegar hann gengur inn til hans."Mikið ferðalagasumarNú virðist vera farið að örla á vori. Hafið þið skipulagt sumarið?Vignir: „Ég fylgi sýningunni Axlar-Birni á leiklistarhátíð í Þýskalandi og ætla svo að ílengjast aðeins í því fallega landi og vera í smá tíma í Berlín. Svo ætla ég að reyna að ljúka sumrinu á því að setja upp og leikstýra Galdra-Lofti í nýrri leikgerð eftir sjálfan mig, ásamt leikhópnum Vér morðingjar. Sumarið lítur vel út.Vera: „Já, þetta verður mikið ferðalagasumar hjá mér. Ég ætla að skjóta stuttmynd eftir smásögu Einars Kárasonar sem gerist á ferðalagi um Ísland og svo ætla ég líka að taka mér langt sumarfrí og taka "road-trip" yfir Bandaríkin frá New York til Los Angeles."Vignir: „Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og aldrei farið í "road-trip". Ég er ekki með bílpróf og get því ekki leikið í myndinni þinni, því miður."Vera: „Ég hugsa að það verði mjög heitt svo ég verð líklega að leigja mér blæjubíl, eða að minnsta kosti bíl með loftræstingu."Vignir: „Já, væri ekki dálítið glatað að fara í svona ferðalag á Toyotu?"Vera: „Jú, það verður eiginlega að vera töff bíll. Reyndar væri líka fyndið að vera á húsbíl og með derhúfu, en ég veit nú ekki með það." Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira
Kvikmyndagerðar- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir myndi vilja fá Kára Stefánsson til að búa til nýjan forseta. Leikaranum Vigni Rafni Valþórssyni líst illa á kúluhatt trommara Of Monsters and Men. Kjartan Guðmundsson hitti rökstólapar vikunnar. „Ég er alltaf með sólgleraugu. Líka á veturna," segir leikarinn Vignir Rafn Valþórsson þegar hann sest niður á Hressó á svölum en sólríkum aprílmorgninum. Hinn hluti rökstólapars vikunnar, kvikmyndagerðar-, dagskrár- og tónlistarkonan Vera Sölvadóttir, er hins vegar sólgleraugnalaus. „Síðasta mánuðinn hef ég týnt tveimur pörum af Ray-Ban og er ógeðslega svekkt. En það er nýtt par á leiðinni í póstinum. Jack Nicholson sagði eitt sinn: "Without my Ray-Bans I am nothing. With them, I am Jack Nicholson."Vandamál í miðbænumHvað vitið þið hvort um annað?Vignir: „Við þekkjumst nú eitthvað."Vera: „Já, ég hitti þig fyrst í gegnum vinkvennahóp úr Garðabænum. Svo sá ég þig fyrst í leikhúsi í verkinu Penetreitor. Varstu ekki að útskrifast úr leiklistarskólanum þá?Vignir: „Jú, passar. Ég man líka eftir þér frá Sirkus-árunum, þeim skemmtilega og þokukennda tíma. Og ég veit auðvitað að þú ert kvikmyndagerðar- og tónlistarkona. Svo sátum við nú saman til borðs á Ölstofunni síðasta sunnudag ásamt fullt af skemmtilegu fólki."Vera: „Ætli við séum ekki í tengslum við sama fólkið í sömu kreðsunum."Vignir: „Jú, þetta er svona miðbæjar-kunningsskapur. Það fylgja ýmis vandamál því að búa í miðbænum, til dæmis að ákveða hvort maður eigi að heilsa sama fólkinu í hvert skipti sem maður hittir það, eða bara í fyrsta sinn sem maður hittir það þann daginn. Helsta vandamálið eru samt túristarnir, fólkið sem er að bjarga landinu okkar, sem stoppar og virðir fyrir sér Esjuna eða eitthvað slíkt sem maður er sjálfur farinn að taka sem sjálfsögðum hlut. Þá eru þeir oft fyrir manni þegar maður þarf að vera löngu kominn á barinn."Vera: „Já, og svo stoppa þeir oft úti á miðri götu þegar maður er á bíl."Vignir: „Já. En guð blessi þá."Jesús yrði fínn forsetiKomandi forsetakosningar eru mál málanna. Fylgist þið með hræringum í þeim efnum? Og hvern mynduð þið velja, lífs eða liðinn, sem nýjan forseta ef þið fengjuð frítt spil?Vera: „Svona með öðru eyranu."Vignir: „Ég var mjög ánægður þegar Þóra Arnórsdóttir sagði já og myndi kjósa hana ef kosningarnar væru á morgun. En þú?"Vera: „Mér finnst að minnsta kosti tveir af frambjóðendunum mjög frambærilegir."Vignir: „Það er svo brjálæðislega glatað að forseti lýðræðisríkis verði sjálfkjörinn í fjórða sinn í röð, bara vegna þess að við nennum ekki að pæla í því hver ætti að taka við. Ég held að þetta sé þrælsóttinn okkar síðan í gamla daga. Við erum góð í að sætta okkur við orðinn hlut."Vera: „Ég hef einmitt heyrt þessa umræðu í heita pottinum. Að það sé svo mikið vesen að breyta til. Það finnst mér skrítið viðhorf, því það er oft miklu meira mál að breyta ekki til."Vignir: „Algjörlega. Væri Jesús annars ekki fínn í þetta djobb?"Vera: „Ef ég gæti breytt kerfinu myndi ég líklega annað hvort leggja niður forsetaembættið og færa ábyrgðina yfir á forsætisráðherra eða gera forsetaembættið valdameira. En eins og staðan er núna væri kannski bara fínt að fá Kára Stefánsson til að búa til nýja manneskju úr Hófí og Jóni Páli."Vignir: „Já, eða Hófí og Hemma Gunn. Við erum auðvitað börn níunda áratugarins."Vera: „Einmitt. Myndum spila Gleðibankann í öllum partíum."Vignir: „Bessi Bjarnason væri líka góður kostur. Það er ómögulegt að hafa nokkuð á móti honum."Vera: „Hann yrði bangsinn okkar."Vignir: „Eða bara að fá Kára til að redda Vigdísi árið 1980 aftur. Planta blómum, hengja orður á herforingja og byrja upp á nýtt."Stælalaus og viðkunnanlegHljómsveitinni Of Monsters and Men gengur vel í Bandaríkjunum og kemur meðal annars fram í vinsælum spjallþætti Jimmy Fallon í maí. Ef þið væruð í beinni útsendingu frammi fyrir stórum hluta bandarísku þjóðarinnar, mynduð þið nota tækifærið og senda henni einhver sérstök skilaboð?Vignir: „Maður hefur ekki komist hjá því að heyra nokkur lög með þessari hljómsveit en ég hef ekki heyrt plötuna."Vera: „Sama hér. En það er frábært ef það gengur vel hjá þeim."Vignir: „Það er samt dálítið erfitt að greina hvað er í raun góður árangur og hvað ekki, því ef einhver Íslendingur gerir eitthvað í útlöndum er það oftast stimplað sem eitthvað geðveikt. Svo kemur kannski síðar í ljós að það var ekki jafn frábært og stóð í blaðinu. En það er erfitt að horfa framhjá því að 6. sæti á Billboard-listanum er stórkostlegur árangur."Vera: „Já, svona fréttaflutningur er svolítið hættulegur. Það er ekkert mál að senda frá sér fréttatilkynningu um að fólki gangi svakalega vel í Þýskalandi, en svo er það kannski bara í einhverjum smábæ. Samt er ekki verið að ljúga neinu."Vignir: „Einmitt. „Við erum rosa stórir á bar í München!" Ég man þegar Jet Black Joe fékk samning upp á sjö plötur í Bandaríkjunum og mér fannst það alveg rosalegt. En svo kom bara engin plata, eða var það ein plata? En þetta er skemmtilegt og margt svo fallegt við þetta band."Vera: „Já, þau eru mjög viðkunnanleg."Vignir: „Já. Hann er feitur og hún rosa sæt. Svo eru þau líka laus við stæla."Vera: „Já, það er alltaf ánægjulegt."Vignir: „Trommarinn er reyndar kominn með kúluhatt. Ætli hann verði nokkuð með á næstu plötu? En ef ég fengi færi á að senda bandarísku þjóðinni skilaboð myndi ég líklega bara segja henni að leggja frá sér gaffalinn."Vera: „Ég myndi bara segja ást og friður. Verið góð hvert við annað."Vignir: „Er það ekki það sama og forseti Íslands ætti að segja?Vera: „Jú, enda hef ég alltaf sagt að ég væri til í að verða forseti."Vignir: „Hvað myndirðu þá gera?"Vera: „Nú, segja fólki að vera gott hvert við annað. Og láta það fara í hópfaðmlag."Vignir: „Eru það ekki dálitlir einræðisherratilburðir? "Faðmist!"Vera: „Í myndinni Bananas sagði Woody Allen að sem einræðisherra myndi hann skipa fólki að skipta um nærbuxur á hálftíma fresti og klæðast þeim utan yfir fötin sín svo það sé auðveldara að athuga. Það yrði bara skemmtilegt að fá smá skapandi hugsun í embættið."Fegurðarfatlaður Tom CruiseLeikarinn Tom Cruise er væntanlegur til landsins í júní til að taka upp stórmynd og halda upp á fimmtugsafmæli sitt í leiðinni. Hvað mynduð þið gefa honum í afmælisgjöf?Vignir: „Hvar ætlar hann að halda upp á afmælið?"Vera: „Ég veit það ekki. Ég hef ekki enn fengið boðskort."Vignir: „Hann hlýtur að láta grafa fyrir veislusal í Eyjafjallajökli eða eitthvað slíkt. Ég myndi allavega gera það ef ég væri hann."Vera: „Ég man bara ekki í hvaða myndum Tom Cruise hefur leikið síðustu ár, nema Mission Impossible 1, 2, 3 og 4. Hvaða mynd er hann að fara að taka upp hér?"Vignir: „Mission Impossible 18. Tom Cruise getur alveg verið góður leikari en hann er dálítið fegurðarfatlaður. Svolítill Hollywood-stimpill á honum eins og Johnny Depp, Brad Pitt og fleirum sem eru frægari fyrir að vera fallegir en það sem þeir hafa gert."Vera: „Lendir þú aldrei í svona veseni? Að það verði hreinlega til trafala hversu fallegur þú ert? Ertu viss um að fólk taki þig alvarlega?"Vignir: „Nei. Ég er alveg viss um að fólk tekur mig ekki alvarlega, en það er ekki vegna þess hversu fallegur ég er."Vera: „Það verður forvitnilegt að sjá hversu lágvaxinn Tom Cruise er í raun og veru."Vignir: „Já, hann er pínulítill. Gefur maður honum ekki bara buffaló-skó í afmælisgjöf?"Vera: „Ég myndi gefa honum tíma hjá sálfræðingi. Og buffaló-skó."Vignir: „Já, til að Tom geti horfst í augu við sálfræðinginn þegar hann gengur inn til hans."Mikið ferðalagasumarNú virðist vera farið að örla á vori. Hafið þið skipulagt sumarið?Vignir: „Ég fylgi sýningunni Axlar-Birni á leiklistarhátíð í Þýskalandi og ætla svo að ílengjast aðeins í því fallega landi og vera í smá tíma í Berlín. Svo ætla ég að reyna að ljúka sumrinu á því að setja upp og leikstýra Galdra-Lofti í nýrri leikgerð eftir sjálfan mig, ásamt leikhópnum Vér morðingjar. Sumarið lítur vel út.Vera: „Já, þetta verður mikið ferðalagasumar hjá mér. Ég ætla að skjóta stuttmynd eftir smásögu Einars Kárasonar sem gerist á ferðalagi um Ísland og svo ætla ég líka að taka mér langt sumarfrí og taka "road-trip" yfir Bandaríkin frá New York til Los Angeles."Vignir: „Ég hef aldrei komið til Bandaríkjanna og aldrei farið í "road-trip". Ég er ekki með bílpróf og get því ekki leikið í myndinni þinni, því miður."Vera: „Ég hugsa að það verði mjög heitt svo ég verð líklega að leigja mér blæjubíl, eða að minnsta kosti bíl með loftræstingu."Vignir: „Já, væri ekki dálítið glatað að fara í svona ferðalag á Toyotu?"Vera: „Jú, það verður eiginlega að vera töff bíll. Reyndar væri líka fyndið að vera á húsbíl og með derhúfu, en ég veit nú ekki með það."
Menning Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Sjá meira