Körfubolti

Njarðvíkurkonur eru að klára Haukana í fjórða leikhluta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Valli
Njarðvík er komið í 2-0 í lokaúrslitum Iceland Express-deild kvenna og getur tryggt sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil frá upphafi með sigri í þriðja leiknum í Ljónagryfjunni í Njarðvík á miðvikudaginn kemur.

Njarðvíkurkonur hafa lagt grunninn að báðum sigrum með frábærum leik í fjórða leikhluta beggja leikjanna sem þær hafa unnið með 16 (29-13 í fyrsta leik) og 15 stigum (27-12 í öðrum leik).

Njarðvíkurliðið er því í plús 31 í lokaleikhlutunum og þar spila framlög bandarísku leikmannanna risastórt hlutverk. Þær Shanae Baker-Brice og Lele Hardy hafa skilað samtals 37 stigum í fjórða leikhluta leikjanna á móti aðeins 14 stigum frá þeim Jence Ann Rhoads og Tierny Jenkins.

Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir hefur spilað mikilvægt hlutverk varnarlega en hún hefur staðið sig frábærlega á móti Jence Ann Rhoads og á mikinn þátt í því að þessi frábæri bandaríski bakvörður hefur aðeins hitt úr tveimur af 14 skotum sínum í fjórða leikhluta í þessum tveimur fyrstu leikjum einvígisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×