Finnsku stórfyrirtækin Iittala og Artek hafa boðað komu sína á kaupstefnuna HönnunarMars í ár. Þetta kemur fram á vefsíðu Hönnunarmiðstöðvar.
Fyrirtækin tvö taka þátt í kaupstefnunni DesignMatch þar sem íslenskir hönnuðir mæta kaupendum, framleiðendum og endurseljendum á Norðurlöndunum.
Kaupstefnan er nú haldin í þriðja sinn en undanfarin tvö ár hefur fjöldi íslenskra hönnuða kynnt hönnun sína fyrir norrænum fyrirtækjum. Vörur íslenskra hönnuða hafa jafnframt komist í dreifingu og framleiðslu norrænu fyrirtækjanna í kjölfarið.- rat
