Fækkun ráðuneyta og efling Stjórnarráðsins Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 18. janúar 2012 11:30 Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur á liðnu kjörtímabili staðið fyrir umfangsmestu breytingum á Stjórnarráði Íslands í lýðveldissögunni. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kallaði á slíkar breytingar og í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarflokkanna er að finna metnaðarfull áform um fækkun ráðuneyta. Nýverið voru samþykkt ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands í þessu skyni og þær breytingar sem gerðar voru á ráðherrahópi ríkisstjórnarinnar á síðasta degi liðins árs eru liður í síðasta stóra áfanganum til að uppfylla áform ríkisstjórnarinnar um gagngerar breytingar á skipulagi og starfsemi Stjórnarráðsins. Þrír forsætisráðherrar – fjórir utanríkisráðherrarNú þegar hefur ráðherrum ríkisstjórnarinnar verið fækkað í 9 og áformað er að ganga skrefinu lengra síðar á þessu ári. Þá verða ráðherrar orðnir 8, en voru 12 í upphafi kjörtímabilsins. Stjórnarandstaðan hefur reynt að setja þessar umfangsmiklu breytingar í neikvætt ljós og er því haldið fram að svo tíðar ráðherrabreytingar valdi óæskilegum óstöðugleika sem skaði Stjórnarráðið. Það hefur jafnvel verið gefið í skyn að hér sé um eitthvert einsdæmi að ræða. Vegna þessa er rétt að undirstrika að þrátt fyrir þessar miklu breytingar á umfangi og skipulagi Stjórnarráðsins eru ráðherrabreytingar í tíð núverandi ríkisstjórnar umtalsvert færri og umfangsminni en þær breytingar sem gerðar voru á kjörtímabilinu á árunum 2003-2007. Þá voru fimm sinnum gerðar breytingar á ríkisstjórnum, þrátt fyrir að ekki væri verið að vinna í mikilli fækkun ráðuneyta eins og nú. Þá gegndu fjórir einstaklingar embætti utanríkisráðherra og þrír einstaklingar embætti forsætisráðherra á einu og sama kjörtímabilinu. Fram til þessa hef ég ekki heyrt liðsmenn Framsóknarflokks eða Sjálfstæðisflokks eyða mörgum orðum á meintan óstöðugleika sem þessu hlýtur að hafa fylgt, ekki síst tíð skipti á forsætisráðherra, ef marka má orð þeirra núna. Sameining málaflokka og skýrari verkaskiptingHelsta breytingin sem nú er unnið að er stofnun nýs atvinnuvegaráðuneytis. Uppistaðan í því verða verkefni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis en talið er skynsamlegt að skipan ráðuneyta sé óháð atvinnugreinum og eitt og sama ráðuneytið þjóni öllum atvinnugreinum en ekki bara sumum eins og er í dag. Stórar greinar eins og verslun og þjónusta og ferðaþjónustan hafa m.a. kvartað undan misvægi í skipan ráðuneyta að þessu leyti. Þessi breyting mun því efla og styrkja þjónustu stjórnvalda við atvinnulífið. Samhliða er gert ráð fyrir breyttu hlutverki umhverfisráðuneytisins og það verði umhverfis- og auðlindaráðuneyti en í dag er fyrirkomulag auðlindamála breytilegt eftir flokkum auðlinda og takmarkað samræmi í verkaskiptingu milli ráðuneyta á sviði auðlindamála. Jafnframt mun á vettvangi sérstakrar ráðherranefndar lagt faglegt mat á kosti og galla þess að gera breytingar á efnahags- og viðskiptaráðuneytinu. Hér er um nýja hugmynd að ræða sem mikilvægt er að meta vandlega áður en í hana verður ráðist og tryggja að ábyrgðinni á stjórn efnahagsmála verði ekki dreift á mörg ráðuneyti. Sú stefna er og verður leiðarljós ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. Stærri og öflugri ráðuneytiMarkmiðið með fækkun ráðuneyta er að til verði öflugar stjórnsýslueiningar þar sem meira svigrúm verður til stefnumarkandi vinnu, betri yfirsýn verður yfir málaflokka og betri samskipti verða við stofnanir og auðveldara verður að samþætta stefnur og áherslur í málaflokkum. Þá hefur sýnt sig að fjárhagslegt hagræði felst einnig í þessum breytingum en við stofnun velferðarráðuneytis og innanríkisráðuneytis fækkaði ráðuneytisstjórum í Stjórnarráði Íslands um tvo og skrifstofustjórum um 13. Þá hefur heildarstarfsmannafjöldi lækkað sem og fjárhagsrammi sameinaðra ráðuneyta sem er nú tugmilljónum króna lægri á fjárlögum 2012 en árið 2010 og þannig raunlækkun veruleg. Með fækkun ráðuneyta og nýjum lagagrunni um Stjórnarráð Íslands hafa því verið stigin mikilvæg framfaraskref. Stjórnarráðið hefur lært af reynslunni og brugðist kröftuglega við.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun