Læknanemi bloggar sig gegnum háskóla 20. janúar 2012 08:30 Læknaneminn Kristján Már fékk nóg af því að strita á pitsustað fyrir lág laun og hefur nú komið sér upp stöðugu tekjustreymi með blogginu Kris Health Blog á slóðinni kriskris.com. Fréttablaðið/Stefán Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Kristján Már Gunnarsson læknanemi kveðst fá 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur með því að halda úti bloggi um heilsu, næringu og lífsstíl. Þetta geti hann samhliða þungu námi. Þetta sé frábært dæmi um nýsköpun í kreppunni. „Ég var búinn að vera í dálítinn tíma að hugsa um hvernig ég gæti grætt pening á netinu vegna þess að ég var orðinn leiður á að vinna," segir Kristján Már Gunnarsson læknanemi, sem framfleytir sér nú í náminu með heilsusíðu á netinu á slóðinni kriskris.com. Í febrúar í fyrra setti Kristján í gang bloggsíðu um heilsu, næringu og lífsstíl. Þangað inn fær hann svokallaðar google-auglýsingar sjálfvirkt í gegnum auglýsingamiðlun auk þess að selja rafbækur. „Þetta eru alls konar auglýsingar og ég set þær ekki inn sjálfur heldur set einfaldlega inn kóða og þær koma sjálfkrafa inn á síðuna. Ég fæ borgað fyrir hvert skipti sem einhver ýtir á auglýsingu eða kaupir rafbók. Það er millifært fyrir auglýsingunum og söluhagnaðinn af rafbókunum fæ ég sendan með ávísunum," segir Kristján sem kveðst hafa fengið um 400 þúsund krónur á mánuði í tekjur af síðunni síðan í fyrrahaust. „Núna er ég hættur á námslánum og er með töluvert hærri laun af þessu en í fullu starfi áður," segir Kristján og upplýsir að hann hafi haft 300 þúsund krónur á mánuði fyrir starf á pitsustað. Fram að áramótum segist Kristján hafa verið að fá upp undir sex þúsund heimsóknir á dag. Nú í janúar séu þær yfir tíu þúsund á dag og tekjurnar stefni yfir hálfa milljón í mánuðinum. Bloggsíða Kristjáns, Kris Health Blog, er á ensku. „Það er lykilatriði að skrifa á ensku," segir Kristján og bendir á hversu risavaxinn enskumælandi markaðurinn sé miðað við heimamarkaðinn hér. Þá sé grundvallaratriði að síðan skori hátt á leitarvélum á borð við Google enda séu um 90 prósent af heimsóknum á síðuna hans í gegnum leitarvélar. „Ég er með ákveðin trix til að lenda ofarlega í leitarniðurstöðunum," segir hann.Skjáskot af heimasíðu Kristjáns.Sjálfur er Kristján að koma upp síðu á íslensku þar sem hann kennir fólki að feta sömu braut. Hann segir að ekki þurfi mikla tölvukunnáttu til og þetta sé frábær leið til nýsköpunar í kreppunni. Hann er á öðru ári í læknisfræðinni og sinnir heilsublogginu í frítíma sínum. Suma pistla hans má einnig nálgast á facebook.com/krishealthblog. Kristján vonast til að árangur hans verði öðrum innblástur. En er nóg rúm fyrir alla á netinu? „Það er endalaust pláss. Þetta er töluverð vinna í upphafi en þegar maður er búinn að koma síðu af stað er mjög lítil vinna að viðhalda henni." gar@frettabladid.is
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira