Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2012 07:30 Thierry Henry skoraði sigurmark Arsenal í síðasta leik. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó. „Það er mín tilfinning að það eigi magnaðir hlutir eftir að gerast á San Síró. Þetta er líklega síðasti leikur Thierrys Henry á ferlinum með Arsenal og það er bara skrifað í skýin að hann á eftir gera eitthvað stórkostlegt," segir Pétur Marteinsson um viðureign AC Milan og Arsenal. Pétur er í sérfræðingateymi sem fjallar um Meistaradeildina á Stöð 2 sport en tveir leikir fara fram í dag og kvöld. „Ítalska meistaraliðið AC Milan er að mínu mati hálfgert „vélmennalið". Það er skipað iðnaðarmönnum en það er ekki mikið um listamenn í þessu liði. Leikur liðsins á það til að vera jafnvel „leiðinlegur", sagði Pétur en hann á samt von á að sóknarleikurinn verði ofarlega á forgangslistanum hjá báðum þjálfurum. „AC Milan verður að skora á heimavelli til þess að eiga séns og báðir þjálfararnir hafa sagt að þeir ætli að leggja áherslu á sóknarleikinn. Arsenal mun skora mark og jafnvel mörk eftir hraðaupphlaup." Pétur bendir knattspyrnuáhugamönnum á að fylgjast vel með sænska framherjanum Zlatan Ibrahimovich í liði AC Milan. „Það hefur fylgt Zlatan að hann hefur ekki náð sér á strik gegn enskum liðum. Þetta vita Englendingar og þeir eru duglegir að láta hann heyra það. Zlatan hefur ekki náð að sýna styrk sinn í Evrópukeppninni. Það verða allra augu á Zlatan og Henry í þessum leik. Robert Van Persie getur líka breytt gangi leiksins með snilli sinni – hann er mikilvægasti leikmaður Arsenal," sagði Pétur. Leikurinn hefst kl. 19.45 í kvöld og upphitun fyrir leikinn hefst kl. 19.00 á Stöð 2 sport. Hin viðureign kvöldsins er leikur Zenit gegn Benfica frá Portúgal. Leikurinn fer fram í St. Pétursborg í Rússlandi og hefst hann kl. 16.55.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira