Alvarleiki kynferðisbrota gegn börnum – er samræmi í löggjöfinni? Svala Ísfeld Ólafsdóttir skrifar 15. febrúar 2012 06:00 Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, gerir dóm Hæstaréttar frá 19. janúar sl. (mál nr. 562/2011) að umfjöllunarefni í Fréttablaðinu 7. feb. Í því máli fellst dómurinn á að karlmaður hafi gerst sekur um nauðgun er hann kom fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart 7-8 ára gamalli telpu. Maðurinn, sem var fjölskylduvinur og tæplega fjörutíu árum eldri en telpan, notfærði sér yfirburði sína og varnarleysi ungs barns til að brjóta gegn því. Hér er brotið blað í meðferð þessara mála því fram til þessa hefur ekki verið litið svo á að verknaður framinn við aðstæður sem þessar og með þessum hætti væri nauðgun. Til að svo gæti verið hefur ávallt þurft að sanna að ofbeldi hafi verið beitt, ólögmætri nauðung eða sviptingu sjálfræðis. Nú virðist sem Hæstiréttur leggi aldursmun, þroskamun og aðstöðumun að jöfnu við framantalið, en í dóminum segir orðrétt: „Vegna ungs aldurs síns var brotaþoli varnarlaus gagnvart ákærða sem átti alls kostar við hana og notfærði sér yfirburðastöðu sína til að koma fram kynferðislegum vilja sínum gagnvart henni, en í þeirri háttsemi fólst ofbeldi af hans hálfu.“ Það gefur augaleið að ungt barn í aðstæðum sem þessum er ekki í aðstöðu til að bera hönd fyrir höfuð sér. Börn treysta almennt hinum fullorðnu og gera eins og þeir bjóða. Með því að fella verknað af þessu tagi undir nauðgun er búið að staðfesta enn frekar hversu alvarlegum augum ber að líta á kynferðislega misnotkun ungra barna og staðfesta að um kynferðisofbeldi er ræða. Aldrei er hægt að líta svo á að barn samþykki athafnir af þessu tagi og gangi sjálfviljugt til þeirra. Í þessu samhengi er rétt að rifja upp að árið 2007 voru samþykkt lög á Alþingi sem m.a. kváðu á um að alvarlegustu kynferðisbrotin gegn börnum skyldu ekki fyrnast. Samkvæmt lögunum voru þessi alvarlegustu kynferðisbrot gegn börnum nauðgun (194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940), sifjaspell (1. mgr. 200. gr. sömu laga) og þau tilvik er aðili, er hefur sérstökum trúnaðarskyldum að gegna gagnvart barni, hefur kynferðismök við það (1. mgr. 201. gr. sömu laga). Var talið eðlilegt að svo skaðlegir verknaðir sem beindust gegn hópi minnimáttar fyrndust ekki. Í þessu ljósi má velta fyrir sér hvers vegna þessi sömu brot geta samkvæmt almennum hegningarlögum að hámarki varðað 12 ára fangelsi, en ekki 16 ára fangelsi eins og afbrotið nauðgun, sem og það brot að hafa kynferðismök við barn undir 15 ára aldri (1. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga). Löggjafinn sýndi glögglega í verki með afnámi fyrningarfrests vegna þessara brota hversu alvarlegum augum brot beri að líta. Þessi viðhorf endurspeglast einnig í dómaframkvæmd sem vitnar um æ þyngri refsingar fyrir brot af þessu tagi og þannig er sýnt og sannað hve alvarlegum augum þeir líta þessa verknaði. Dómur Hæstaréttar sem nefndur er í upphafi er einnig því til staðfestu. Er ekki tímabært að hámarksrefsing fyrir sifjaspell, sem og þau brot þar sem gerandi hefur kynferðismök við barn, sem hann hefur sérstakar trúnaðarskyldur gagnvart, verði 16 ára fangelsi til samræmis við nauðgunarákvæðið og ákvæðið er leggur refsingu við kynferðismökum við barn yngra en 15 ára? Með þessu myndi hámarksrefsingin endurspegla með skýrum hætti að brotin væru litin jafn alvarlegum augum og nauðgun og kynferðismök við barn undir kynferðislegum lögaldri.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun