Sýndarsamráð 20. febrúar 2012 08:00 Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mikil óánægja er ríkjandi í mörgum hverfum Reykjavíkur vegna vinnubragða meirihluta Samfylkingar og Besta flokksins í skólamálum. Á síðasta ári knúði meirihlutinn í gegn vanhugsaðar og illa undirbúnar breytingar á skólahaldi þrátt fyrir mótmæli þúsunda foreldra og viðvaranir fjölmargra fagaðila. Bentu þessir aðilar m.a. á að stefnumörkun lægi ekki fyrir og að hvorki hefði verið sýnt fram á fjárhagslegan né faglegan ávinning vegna breytinganna. Þau svör fengust að stefnumótun yrði unnin samhliða breytingum og að í þeirri vinnu yrði náið samráð haft við nemendur, foreldra og kennara. Foreldrar fá ekki skýr svörNú hefur komið í ljós að ekkert er að marka þessi heit og hafa borgarfulltrúar Samfylkingarinnar af sannfæringu tekið að sér að framfylgja þeirri stefnu Besta flokksins að svíkja öll loforð. Fulltrúar foreldra og starfsmanna í þeim stýrihópum, sem leiða eiga breytingarferlið í einstökum skólum, kvarta yfir því að svör fáist ekki við einföldustu fyrirspurnum um fyrirkomulag breytinganna, hvað þá hvernig fyrirkomulagi kennslunnar verði háttað til framtíðar. Þar sem stefnumótun og framtíðarsýn liggur ekki fyrir vísa embættismenn slíkum spurningum til kjörinna fulltrúa en þar er svör ennþá síður að finna. Þetta hafa t.d. foreldrar skólabarna í Grafarvogi fengið að reyna, sem hafa að undanförnu átt í ótrúlegum samskiptum við Oddnýju Sturludóttur, formann skóla- og frístundaráðs. Oddný neitaði í fyrstu að koma á fund foreldra í Hamraskóla til að ræða málin en gerði foreldrum á móti það kostaboð að þrír fulltrúar þeirra mættu koma niður í Ráðhús og fá áheyrn hjá henni þar. Að lokum tókst foreldrum þó að fá Oddnýju til sín á fund en þar kom fátt nýtt fram. Kvörtuðu foreldrar yfir því að hún gæfi engin svör við ýmsum mikilvægum spurningum vegna brottflutnings unglingadeildar skólans og sérdeildar fyrir einhverfa. Formaður foreldrafélagsins í Hamraskóla hefur nú sagt sig úr stýrihópi vegna umrædds flutnings og í Húsaskóla hafa bæði formaður foreldrafélagsins og fulltrúi starfsmanna sagt sig úr stýrihópnum þar sem óskir og jafnvel einfaldar fyrirspurnir eru algerlega virtar að vettugi. Þannig er samráðið í framkvæmd hjá borgarfulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar