Fótbolti

Engir ágústleikir í dalnum?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ísland spilaði síðast vináttulandsleik á heimavelli í ágúst árið 2010 og þá gegn Liechtenstein.
mynd/anton
Ísland spilaði síðast vináttulandsleik á heimavelli í ágúst árið 2010 og þá gegn Liechtenstein. mynd/anton
Samtök knattspyrnufélaga í Evrópu, ECA, hafa komist að samkomulagi við Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, um að fækka fjölda vináttulandsleikja ár hvert. 201 evrópskt knattspyrnufélag er meðlimur í ECA en þar af eru tvö íslensk félög – Keflavík og FH.

ECA vildi fækka alþjóðlegum leikdögum úr tólf í sex en sættist á að vera með níu svokallaða tvíhöfða yfir tveggja ára tímabil – sem sagt átján leiki í stað 24. Tvíhöfðar verða nú að fara fram í sömu heimsálfu samkvæmt samkomulaginu.

Samkvæmt samkomulaginu yrði hætt að spila vináttulandsleiki í ágúst en sá tími hefur verið helsta tækifæri íslenska landsliðsins til að fá vináttulandsleik á heimavelli sínum í Laugardal undanfarin ár.

UEFA hefur samþykkt tillögurnar en nú er beðið samþykktar Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×