Ójöfnuður hindrar bætt heilsufar Ingimar Einarsson skrifar 17. mars 2012 06:00 Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Evrópuskrifstofa Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) vinnur nú að mótun evrópskrar heilbrigðisstefnu (Health 2020) og samtímis eru aðildarríki hennar að útfæra sínar eigin langtímaáætlanir í heilbrigðismálum. Á Íslandi mun heilbrigðisáætlun til ársins 2020 leysa af hólmi sambærilega áætlun sem rann sitt skeið árið 2010. Í byrjun aldarinnar virtist sem aðildarríki WHO í Evrópu væru að þróa sína stefnumótun og áætlanagerð hvert í sína áttina, en með tilkomu nýrrar forystu á Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn í ársbyrjun 2010 er nú lögð áhersla á að þessi vinna sé byggð á sömu undirstöðum. Að því er varðar gerð íslensku heilbrigðisáætlunarinnar er mikilsvert að læra af öðrum og skoða þá sérstaklega atriði eins og félagslega áhrifaþætti heilsu, eflingu nærsamfélagsins og lýðheilsuþversnið (folkehelseprofil) þjóðarinnar. Félagslegir áhrifaþættirÁ árunum 2005-2008 starfaði á vegum WHO nefnd undir forystu Englendingsins Sir Michael Marmot og beindi hún sjónum sínum að félagslegum áhrifavöldum heilsu (CSDH, Commission on Social Determinants of Health). Úttekt nefndarinnar og kannanir annarra aðila sýna að helstu áhrifaþættir heilsufars eru af félagslegum toga og sennilega hafa þeir mest að segja um þá byrði sem sjúkdómar og dauði valda í heiminum í dag. Myndin er alls staðar sú sama. Einstaklingar sem hafa lág laun, stutta skólagöngu að baki, gegna ófaglærðum störfum eða eru atvinnulausir búa við meira heilsuleysi og lifa skemur en aðrir. Í lokaskýrslu sinni Closing the gap in a generation frá árinu 2008, undirstrikar nefndin mikilvægi þess að bæta lífsskilyrði fólks sem býr við lakar aðstæður. Víða um lönd er þessi skýrsla nú orðin grundvallarrit við mótun heilbrigðisáætlana og annarra viðeigandi aðgerða sem miða að því að efla heilsu og velferð fólks. NærsamfélagÍ allri stefnumótun er núorðið lögð áhersla á víðtækt samráð við fólkið í landinu og félagasamtök þess. Slagorð Öryrkjabandalagsins „Ekkert um okkur, án okkar!“ er einkennandi fyrir þessi viðhorf. Umfjöllun tillagna á stórfundum, formlegt umsagnarferli og hugarflugsfundir eru tæki til þess að ná til þeirra er málefnin varða. Flutningur allrar nærþjónustu á sviði heilbrigðis- og félagsmála til sveitarfélaganna er áfangi á þeirri leið að skapa hér eiginlegt nærsamfélag og tryggja að borgararnir hafi áhrif á þjónustuna. Á Íslandi hafa sveitarfélögin Hornafjörður og Akureyri tekið að sér rekstur heilsugæslu og öldrunarmála og samþætt þessa málaflokka félagslegri þjónustu sveitarfélaganna. Í ársbyrjun 2011 tóku sveitarfélögin í landinu yfir málefni fatlaðra frá ríkinu og áformað er að flytja málefni aldraðra og jafnvel heilsugæsluna í heild sinni til sveitarfélaganna á næstu árum. LýðheilsuþversniðÍ Noregi tóku ný lýðheilsulög gildi 1. janúar sl. og eru þau liður í að framfylgja áætlun um umbætur og samráð í heilbrigðisþjónustunni (Samhandlingsreformen). Þessi nýja löggjöf er liður í að styrkja ábyrgð og aðgerðir sveitarfélaga á sviði forvarna og heilsueflingar á öllum sviðum samfélagsins. Lýðheilsustofnun Noregs er svo falið að halda saman upplýsingum á samræmdu formi um ástandið í heilbrigðismálum í sérhverju sveitarfélagi, fylki og í landinu sem heild, svonefndu lýðheilsuþversniði eða lýðheilsuprófíl. Þetta á að auðvelda allar aðgerðir til að bæta heilsufar á hverjum stað fyrir sig og svo geta allir farið inn á netsíðu stofnunarinnar í leit að frekari fróðleik. Þarna er t.d. að finna upplýsingar um algengi sykursýki, ofþyngd og offitu, sálræn vandamál, slys o.fl. Nálgun sem þessi gæti e.t.v. komið að góðum notum hér á landi. Heilsa 2020Ný heilbrigðisáætlun verður að hafa að meginmarkmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks, draga úr ójöfnuði og tryggja sjálfbært notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Upplýsingar um félagslega áhrifaþætti heilsu, efling nærþjónustu og gleggri þekking á lýðheilsu landsmanna eru öll lykilatriði sem nauðsynlegt er að styðjast við þegar mótuð er heildstæð framtíðarsýn og markmið fyrir heilbrigðisáætlun til ársins 2020 eru skilgreind.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun