Lífið

Unglingar berjast fyrir lífi sínu

Dauðadómur Katniss Everdee telur sig ekki eiga mikla möguleika á að komast lífs af frá Hunger Games-leikunum þar sem aðeins einn þátttakandi af 24 lifir af.
Dauðadómur Katniss Everdee telur sig ekki eiga mikla möguleika á að komast lífs af frá Hunger Games-leikunum þar sem aðeins einn þátttakandi af 24 lifir af.
Helgin verður frekar róleg þegar kemur að frumsýningum, en aðeins eru tvær myndir frumsýndar. Auk myndarinnar Friends with Kids, sem er fjallað um hér að neðan, er það myndin The Hunger Games sem kemur í kvikmyndahúsin.

Myndin fjallar um hina 16 ára gömlu Katniss Everdee og þátttöku hennar í svokölluðum Hunger Games sem haldnir eru árlega í rústum Norður-Ameríku. Þar eru tólf umdæmi, og öll eru þau neydd til að tilnefna einn strák og eina stelpu á aldrinum 12 til 18 ára sem verða þjálfuð í bardagafærni og taka þátt í leikunum. Leikar þessir eru sýndir beint í sjónvarpi, og aðeins ein regla gildir í þeim: Dreptu eða vertu drepinn. Sigurvegari leikanna er sá sem stendur einn eftir á lífi í lokin.

Þegar yngri systir Katniss var valin sem fulltrúi tólfta umdæmisins á leikana stígur Katniss fram og gefur kost á sér í stað hennar. Þar sem hún kemur til með að etja kappi við unglinga sem hafa verið að þjálfa fyrir leikana alla sína ævi, lítur hún á þátttökuna sem dauðadóm, en hún ákveður þó að berjast með öllu sem hún á til.

Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson og Liam Hemsworth fara með aðalhlutverk í myndinni, sem einnig skartar nöfnum á borð við Woody Harrelson og Lenny Kravitz.- trs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.