Leikstjórinn Michael Bay náði að reita aðdáendur teiknimyndanna Teenage Mutant Ninja Turtles til reiði þegar hann sagði að þær yrðu utan úr geimnum í nýrri kvikmynd.
Bay var staddur á kynningu á vegum Nickelodeon-sjónvarpsstöðvarinnar þegar hann lét ummælin falla og urðu aðdáendur þáttanna margir hverjir óánægðir með þau áform. „Þegar við höfum lokið okkur af munu börn trúa því að þessar skjaldbökur séu í raun til. Þær eru utan úr geimnum og verða harðar, fyndnar og elskulegar," sagði leikstjórinn.
Í upprunalegu teiknimyndunum um skjaldbökurnar er bakgrunnur þeirra sá að fjórir unglingspiltar komast í snertingu við eiturefnaúrgang og breytast í kjölfarið í risavaxnar skjaldbökur. Aðdáendur þáttanna vilja ekki sjá þessu breytt.
Bay blæs þó á allar mótbárur og sagði aðdáendunum að slappa af. „Þeir þurfa að anda djúpt og taka því rólega. Við ætlum að halda í allt það gamla og góða en bæta svolítið við það."
Segir aðdáendum að slappa af
