Michael Bloomberg, borgarstjóri New York, ætlar að leggja fram tæpa 28 milljarða króna til að draga úr reykingum í Kína, Indlandi og í öðrum þróunarríkjum.
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni búa þrír fjórðu hlutar af þeim milljarði jarðarbúa sem reykir í löndum sem hafa úr litlum peningum að moða. Þess vegna vill Bloomberg, sem barðist fyrir nýjum reykingalögum í New York, einbeita sér að þeim löndum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni deyja árlega um sex milljónir vegna reykinga, þar af rúmlega 600 þúsund af völdum óbeinna reykinga.
Vill draga úr reykingum
