Umfangsmiklar húsleitir hjá Samherja Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar 28. mars 2012 00:01 Við skrifstofu samherja í reykjavík í gær Húsleitir fóru fram samtímis í starfsstöðvum Samherja á Akureyri og í Reykjavík auk þess sem gagna var leitað í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem átt hefur í viðskiptum við Samherja.Fréttablaðið/pjetur Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila. Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira
Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands, með aðstoð embættis sérstaks saksóknara, gerði í gær húsleitir í starfsstöðvum Samherja, stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins, í Reykjavík og á Akureyri. Leikur grunur á að Samherji hafi gerst brotlegur við lög um gjaldeyrismál. Fyrirtækið neitar sök. Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri Seðlabankans, staðfesti að húsleitirnar hefðu farið fram og sagði að um 25 manns hefðu tekið þátt í þeim á vegum beggja embætta. Að öðru leyti vildi Stefán ekki tjá sig um málið. Leitað var gagna á skrifstofum Samherja á Akureyri og í Reykjavík en auk þess í starfsstöðvum annars fyrirtækis sem hefur átt í viðskiptum við Samherja. Ekki liggur fyrir hvort einhverjir hafa verið handteknir eða yfirheyrðir í tengslum við málið. Í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins í gær var fullyrt að Seðlabankinn hefði rökstuddan grun um að Samherji hefði um árabil selt dótturfélagi fyrirtækisins í Þýskalandi íslenskar sjávarafurðir á undirverði. Þannig hefði fyrirtækið brotið lög um gjaldeyrismál því fullt verðmæti sjávarafurðanna hefði ekki skilað sér til Íslands í formi gjaldeyris. Síðar um kvöldið birti Kastljós fréttaskýringu um verðlagningu sjávarafurða á Íslandi. Kom þar fram að við vinnslu fréttaskýringarinnar hefði þátturinn komist yfir upplýsingar sem bentu til þess að dótturfélag Samherja hefði keypt sjávarafurðir af íslenskum skipum fyrirtækisins á undirverði. Upplýsingarnar hefðu verið bornar undir gjaldeyriseftirlit Seðlabankans sem hefði í kjölfarið hafið rannsókn á málinu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, neitar því hins vegar að fyrirtækið hafi gerst brotlegt við lög um gjaldeyrismál. „Hjá Samherja hefur í einu og öllu verið farið að lögum hvort sem það varðar gjaldeyrisviðskipti eða önnur málefni. Þessar aðgerðir Seðlabankans í dag eru tilefnislausar og hljóta að vera byggðar á röngum upplýsingum eða öðrum ástæðum sem okkur er ekki kunnugt um hverjar eru,“ segir Þorsteinn. Þá segir í tilkynningu sem Samherji sendi frá sér í gær vegna málsins að fyrirtækið selji mikið magn afurða í gegnum erlend sölufyrirtæki sín, Ice Fresh og Seagold. Verðlagning í þeim viðskiptum sé í alla staði rétt og eðlileg og engum gjaldeyri haldið eftir sem beri að skila.
Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Sjá meira