Svíarnir stálu mér ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2012 10:00 Skúli Jón Friðgeirsson hefur verið í stóru hlutverki hjá KR síðan 2007. Hér er hann í leik í fyrra. Mynd/Hag KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska úrvalsdeildarliðið IF Elfsborg. Þessi 22 ára gamli kappi sem getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður átti frábært ár með KR í fyrra en er nú tilbúinn í næsta skref á ferlinum. „Ég er virkilega ánægður með þetta. Þetta er stór klúbbur og mjög gott skref fyrir mig á ferlinum held ég. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og þjálfarinn sannfærði mig um það að þetta væri rétt skrefið fyrir mig. Hann sagði að hér fengi ég tækifæri til að spila og sanna mig," sagði Skúli en samningaviðræðurnar gengu mjög fljótt fyrir sig enda hann orðinn leikmaður liðsins innan við sólarhring eftir að þeir höfðu fyrst samband. Vilja vera í toppbaráttuElfsborg hefur verið meðal efstu liða síðustu ár frá því að liðið varð meistari 2006. „Þetta er stór klúbbur sem vill vera í toppbaráttu og því er ég vanur og vill halda áfram að gera. Það hefur alltaf vantað aðeins upp á hjá þeim síðustu ár. Þeim hefur alltaf verið spáð sigri eða alveg við toppinn. Þeir eru mikið búnir að vera í öðru og þriðja sæti síðustu ár og ég held að markmiðið hjá þessu félagi sé alltaf að vinna titilinn," segir Skúli. Jörgen Lennartsson tók við Elfsborg fyrir þetta tímabil en hann þjálfaði áður íslenska leikmenn hjá norska liðinu Stabæk. „Hann hefur bæði þjálfað Íslendinga og fylgst mikið með Íslendingum. Hann þekkir íslenska markaðinn og ég var líka búinn að kanna hann í gegnum þá Íslendinga sem hafa verið hjá honum. Hann vissi ótrúlega mikið. Hann var búinn að þjálfa 21 árs liðið hjá Svíum og það var kannski þess vegna sem hann þekkti svona mikið til manns," segir Skúli. Ekki margar mínúturKR var búið að samþykkja tilboð norska liðsins Sogndal í Skúla Jón en samningaviðræðurnar gengu hægt. En stálu Svíarnir Skúla af Norðmönnunum? „Ég vona ekki því það var eiginlega ekki þannig. Ég var búinn að segja nei við Sogndal þegar þeir hringdu. Það voru samt ekki margar mínútur sem liðu frá því að ég sagði nei við Sogndal og Elfsborg hringdi. Ég vona að þeir fyrirgefi mér," sagði Skúli en það er í það minnsta ljóst að þetta var eitt dramatískasta kvöldið á hans ævi. „Viðræðurnar við Sogndal gengu mjög hægt. Við reyndum að ná saman en það gekk ekki og endanum sögðum við bara að við værum á leiðinni heim og ég myndi bara spila með KR á næsta ári. Ég var varla búinn að sleppa setningunni þegar síminn hringdi," segir Skúli. Skúli var í landsliðshópi Lars Lagerbäck á dögunum og íslenski landsliðsþjálfarinn talaði vel um Skúla á heimasíðu Elfsborg í gær. „Ég hef ekki hitt Skúla mikið en í þau skipti sem ég hef hitt hann þá kom hann mjög vel fyrir bæði sem leikmaður og persóna. Hann er góður og fjölhæfur leikmaður sem hefur tækifæri til að verða betri. Ég tel að þetta séu mjög góð kaup hjá IF Elfsborg," sagði Lagerbäck. Skúli Jón hjálpaði KR-liðinu að verða bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta sumar og er þrátt fyrir ungan aldur búinn að spila yfir hundrað leiki með liðinu í efstu deild. Góður tími til að fara frá KR„Þetta er frábær tími til að fara út. Það hefði verið erfitt að fara frá KR án þess að hafa orðið Íslandsmeistari. Þetta er mjög góður tímapunktur og ég skil við KR í mjög góðu. Ég held að þeir geti plumað sig ágætlega án mín því þeir eru í góðum höndum hjá Rúnari," segir Skúli. Hann missir af fyrsta leik tímabilsins en Elfsborg tekur á móti Djurgården í fyrstu umferðinni í dag. „Ég hitti strákana í liðinu ekki fyrr en eftir leikinn á morgun (í dag). Ég kom náttúrulega það seint að ég náði ekki að kíkja á æfingu. Það verður gaman að sjá liðið spila og fá að fylgjast með stemningunni á leiknum. Það er mjög gott að fá aðeins að sjá þetta að utan áður en dembir sér inn í þetta. Það er pressa hérna og þetta er stórt lið. Nú er um að gera að standa sig og ég hef fulla trú á því að ég geti það," sagði Skúli Jón að lokum. Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
KR-ingurinn Skúli Jón Friðgeirsson gekk í gær frá fjögurra ára samningi við sænska úrvalsdeildarliðið IF Elfsborg. Þessi 22 ára gamli kappi sem getur spilað bæði sem miðvörður og bakvörður átti frábært ár með KR í fyrra en er nú tilbúinn í næsta skref á ferlinum. „Ég er virkilega ánægður með þetta. Þetta er stór klúbbur og mjög gott skref fyrir mig á ferlinum held ég. Þeir sýndu mér mikinn áhuga og þjálfarinn sannfærði mig um það að þetta væri rétt skrefið fyrir mig. Hann sagði að hér fengi ég tækifæri til að spila og sanna mig," sagði Skúli en samningaviðræðurnar gengu mjög fljótt fyrir sig enda hann orðinn leikmaður liðsins innan við sólarhring eftir að þeir höfðu fyrst samband. Vilja vera í toppbaráttuElfsborg hefur verið meðal efstu liða síðustu ár frá því að liðið varð meistari 2006. „Þetta er stór klúbbur sem vill vera í toppbaráttu og því er ég vanur og vill halda áfram að gera. Það hefur alltaf vantað aðeins upp á hjá þeim síðustu ár. Þeim hefur alltaf verið spáð sigri eða alveg við toppinn. Þeir eru mikið búnir að vera í öðru og þriðja sæti síðustu ár og ég held að markmiðið hjá þessu félagi sé alltaf að vinna titilinn," segir Skúli. Jörgen Lennartsson tók við Elfsborg fyrir þetta tímabil en hann þjálfaði áður íslenska leikmenn hjá norska liðinu Stabæk. „Hann hefur bæði þjálfað Íslendinga og fylgst mikið með Íslendingum. Hann þekkir íslenska markaðinn og ég var líka búinn að kanna hann í gegnum þá Íslendinga sem hafa verið hjá honum. Hann vissi ótrúlega mikið. Hann var búinn að þjálfa 21 árs liðið hjá Svíum og það var kannski þess vegna sem hann þekkti svona mikið til manns," segir Skúli. Ekki margar mínúturKR var búið að samþykkja tilboð norska liðsins Sogndal í Skúla Jón en samningaviðræðurnar gengu hægt. En stálu Svíarnir Skúla af Norðmönnunum? „Ég vona ekki því það var eiginlega ekki þannig. Ég var búinn að segja nei við Sogndal þegar þeir hringdu. Það voru samt ekki margar mínútur sem liðu frá því að ég sagði nei við Sogndal og Elfsborg hringdi. Ég vona að þeir fyrirgefi mér," sagði Skúli en það er í það minnsta ljóst að þetta var eitt dramatískasta kvöldið á hans ævi. „Viðræðurnar við Sogndal gengu mjög hægt. Við reyndum að ná saman en það gekk ekki og endanum sögðum við bara að við værum á leiðinni heim og ég myndi bara spila með KR á næsta ári. Ég var varla búinn að sleppa setningunni þegar síminn hringdi," segir Skúli. Skúli var í landsliðshópi Lars Lagerbäck á dögunum og íslenski landsliðsþjálfarinn talaði vel um Skúla á heimasíðu Elfsborg í gær. „Ég hef ekki hitt Skúla mikið en í þau skipti sem ég hef hitt hann þá kom hann mjög vel fyrir bæði sem leikmaður og persóna. Hann er góður og fjölhæfur leikmaður sem hefur tækifæri til að verða betri. Ég tel að þetta séu mjög góð kaup hjá IF Elfsborg," sagði Lagerbäck. Skúli Jón hjálpaði KR-liðinu að verða bæði Íslands- og bikarmeistari síðasta sumar og er þrátt fyrir ungan aldur búinn að spila yfir hundrað leiki með liðinu í efstu deild. Góður tími til að fara frá KR„Þetta er frábær tími til að fara út. Það hefði verið erfitt að fara frá KR án þess að hafa orðið Íslandsmeistari. Þetta er mjög góður tímapunktur og ég skil við KR í mjög góðu. Ég held að þeir geti plumað sig ágætlega án mín því þeir eru í góðum höndum hjá Rúnari," segir Skúli. Hann missir af fyrsta leik tímabilsins en Elfsborg tekur á móti Djurgården í fyrstu umferðinni í dag. „Ég hitti strákana í liðinu ekki fyrr en eftir leikinn á morgun (í dag). Ég kom náttúrulega það seint að ég náði ekki að kíkja á æfingu. Það verður gaman að sjá liðið spila og fá að fylgjast með stemningunni á leiknum. Það er mjög gott að fá aðeins að sjá þetta að utan áður en dembir sér inn í þetta. Það er pressa hérna og þetta er stórt lið. Nú er um að gera að standa sig og ég hef fulla trú á því að ég geti það," sagði Skúli Jón að lokum.
Fótbolti á Norðurlöndum Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira