Nota neftóbak í vör: Æ fleiri drengir með illa farið tannhold 10. apríl 2012 11:30 Uggandi yfir slæmri þróun Stefán Hallur Jónsson, varaformaður Tannlæknafélags Íslands, segist reglulega sjá slæm tilvik þar sem slímhúð hefur þykknað og tannhold rýrnað hjá ungum mönnum sem nota munntóbak.Fréttablaðið/Daníel l„Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. ÁTVR seldi í fyrra 30 tonn af nef- og munntóbaki, fyrir jafnvirði um 600 milljóna króna. Það er þrefalt meira en árið 2002 og rúmlega tvöfalt meira en 2006. Undir áhyggjur Gunnlaugs tekur Stefán Hallur Jónsson, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að of margir notendur munntóbaks telji fullvíst að það sé ekki krabbameinsvaldandi. „Aðalmálið er að við vitum ekki hvað á eftir að gerast í framtíðinni. Það er aldrei hægt að mæla með notkun munntóbaks, þó að enn hafi ekki verið sannað að notkun þess sé krabbameinsvaldandi. Þetta er áhætta sem menn taka og hún er ekki þess virði. Krabbamein eru illviðráðanleg og munnkrabbamein geta valdið slæmum andlitslýtum.“ Stefán Hallur segist í auknum mæli sjá illa farið tannhold hjá unglingsdrengjum upp í karlmenn á fimmtugsaldri. Fáar konur hafi hann hins vegar séð með einkenni um munntóbaksnotkun. Þær fáu sem hann hitti hafi nær alltaf dvalið í Svíþjóð og komið sér upp vananum þar. Stefán segist reglulega fá til sín sjúklinga með illa farið tannhold af völdum munntóbaks. „Ég sé slæm tilvik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þetta lýsir sér með þykknun á slímhúð undir vör, einmitt þar sem munntóbakið er geymt. Slímhúðin verður litlaus, næstum gráleit og svolítið hrukkótt. Yfirleitt fylgir þessu að tannholdið fer upp með tönnunum og í einstaka tilvikum eyðist tannholdið af rótunum. Þegar þetta gerist tapa tennurnarbeinstuðningnum, sem getur valdið ótímabæru tapi á tönnum. Í verstu tilvikunum sem ég hef séð hefur tannholdið hopað eins og um einn sentimetra og beinið þar undir hefur eyðst. Þegar rótaryfirborðið er bert er rótin mun viðkvæmari fyrir skemmdum, sem erfitt er að laga.“ holmfridur@frettabladid.is Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
l„Ungu strákarnir eru margir að nota íslenskt neftóbak í vörina. Það er efni sem við vitum ekki neitt um, en til að mynda hefur sænska munntóbakið verið rannsakað í þaula. Áhrif þessa íslenska tóbaks eru hins vegar alveg óskrifað blað,“ segir Gunnlaugur Rósarsson tannholdssérfræðingur. Hann telur það afar varhugaverða þróun að aukning á sölu tóbaks skuli vera mikil á meðal ungra karlmanna sem taki neftóbak í vörina. ÁTVR seldi í fyrra 30 tonn af nef- og munntóbaki, fyrir jafnvirði um 600 milljóna króna. Það er þrefalt meira en árið 2002 og rúmlega tvöfalt meira en 2006. Undir áhyggjur Gunnlaugs tekur Stefán Hallur Jónsson, tannlæknir og varaformaður Tannlæknafélags Íslands. Hann segir að of margir notendur munntóbaks telji fullvíst að það sé ekki krabbameinsvaldandi. „Aðalmálið er að við vitum ekki hvað á eftir að gerast í framtíðinni. Það er aldrei hægt að mæla með notkun munntóbaks, þó að enn hafi ekki verið sannað að notkun þess sé krabbameinsvaldandi. Þetta er áhætta sem menn taka og hún er ekki þess virði. Krabbamein eru illviðráðanleg og munnkrabbamein geta valdið slæmum andlitslýtum.“ Stefán Hallur segist í auknum mæli sjá illa farið tannhold hjá unglingsdrengjum upp í karlmenn á fimmtugsaldri. Fáar konur hafi hann hins vegar séð með einkenni um munntóbaksnotkun. Þær fáu sem hann hitti hafi nær alltaf dvalið í Svíþjóð og komið sér upp vananum þar. Stefán segist reglulega fá til sín sjúklinga með illa farið tannhold af völdum munntóbaks. „Ég sé slæm tilvik að minnsta kosti einu sinni í mánuði. Þetta lýsir sér með þykknun á slímhúð undir vör, einmitt þar sem munntóbakið er geymt. Slímhúðin verður litlaus, næstum gráleit og svolítið hrukkótt. Yfirleitt fylgir þessu að tannholdið fer upp með tönnunum og í einstaka tilvikum eyðist tannholdið af rótunum. Þegar þetta gerist tapa tennurnarbeinstuðningnum, sem getur valdið ótímabæru tapi á tönnum. Í verstu tilvikunum sem ég hef séð hefur tannholdið hopað eins og um einn sentimetra og beinið þar undir hefur eyðst. Þegar rótaryfirborðið er bert er rótin mun viðkvæmari fyrir skemmdum, sem erfitt er að laga.“ holmfridur@frettabladid.is
Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira