Notuð sumardekk – góður kostur 11. apríl 2012 11:00 Rúnar Grétarsson, framkvæmdastjóri Vöku, og Steinar Már Gunnsteinsson, deildarstjóri dekkjasviðs, með góð og notuð sumardekk á milli sín. Mynd/Valli Nú þegar er allt vitlaust að gera, enda vita fastir viðskiptavinir Vöku að það margborgar sig að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér bestu notuðu sumardekkin,“ segir Rúnar Grétarsson, framkvæmdastjóri Vöku, en þar er hægt að gera verulega góð kaup á notuðum sumardekkjum fyrir allar tegundir bíla. „Margir bíleigendur fjárfesta í splunkunýjum vetrardekkjum að hausti til og reyna að spara sér sumardekkjakaup að vori með því að keyra áfram á vetrardekkjunum. Það er hins vegar afleitur sparnaður því vetrardekk slitna mjög hratt yfir sumartímann og súrt að sjá góð vetrardekk slitna úr hófi fram og rýra endingu sína fyrir næsta vetur,“ segir Rúnar. Steinar Már Gunnsteinsson, deildarstjóri dekkjasviðs Vöku, segir heilsársdekk ekki alltaf góðan kost hérlendis. „Íslensk veðrátta og ástand vega sveiflast mjög á milli árstíða. Því henta sömu dekk engan veginn árið um kring, og af og frá að þau standi sig jafn vel í fimmtán stiga frosti um hávetur og í tuttugu stiga hita á góðum sumardegi,“ útskýrir Steinar og bætir við: "Fínskorin vetrardekk slitna einfaldlega mun hraðar og hafa ekki sömu eiginleika og sumardekk fyrir íslenskan sumarakstur.“ Rúnar bendir á að notuð sumardekk séu sérlega vænn kostur fyrir þá sem ætla sér ekki að eiga bílinn sinn lengi. „Notuð sumardekk eru búbót fyrir alla bíleigendur. Sem dæmi kostar algeng stærð á notuðu dekki 5.900 krónur, en í samanburði kostar nýtt dekk af ódýrri gerð um 13 þúsund krónur. Því getur munað um helmingi á verði í sumum tilvikum,“ útskýrir Rúnar. Að sögn Steinars er mest um hálfslitin dekk í góðu ásigkomulagi hjá Vöku en einnig lítið slitin dekk og dýra merkjavöru eins og dekk frá Continental og Michelin, sem geta verið allt að fimmfalt dýrari ný út úr búð. „Eðlilega seljast bestu sumardekkin hratt og vinsælustu stærðirnar klárast vanalega um mánaðamótin apríl/maí. Við reynum þó alltaf að eiga nokkra umganga af algengustu stærðum yfir sumartímann,“ segir Steinar. Vaka rekur bifreiðaverkstæði og alhliða dekkjaþjónustu fyrir allar tegundir bíla. Ásamt úrvali notaðra dekkja má einnig finna fjölbreytt úrval nýrra dekkja á afar hagstæðu verði. „Til að lágmarka biðtíma er best að panta tíma á www.vakahf.is eða í síma 567 6700, en einnig geta menn komið a staðinn og skoðað úrvalið. Við finnum hagstæðustu lausnina sem til er á þeim tíma,“ segir Rúnar. Vaka hf. er í Skútuvogi 8 í Reykjavík og á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi. Sími 567 6700. Sjá nánar á vakahf.is. Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Nú þegar er allt vitlaust að gera, enda vita fastir viðskiptavinir Vöku að það margborgar sig að vera snemma á ferðinni til að tryggja sér bestu notuðu sumardekkin,“ segir Rúnar Grétarsson, framkvæmdastjóri Vöku, en þar er hægt að gera verulega góð kaup á notuðum sumardekkjum fyrir allar tegundir bíla. „Margir bíleigendur fjárfesta í splunkunýjum vetrardekkjum að hausti til og reyna að spara sér sumardekkjakaup að vori með því að keyra áfram á vetrardekkjunum. Það er hins vegar afleitur sparnaður því vetrardekk slitna mjög hratt yfir sumartímann og súrt að sjá góð vetrardekk slitna úr hófi fram og rýra endingu sína fyrir næsta vetur,“ segir Rúnar. Steinar Már Gunnsteinsson, deildarstjóri dekkjasviðs Vöku, segir heilsársdekk ekki alltaf góðan kost hérlendis. „Íslensk veðrátta og ástand vega sveiflast mjög á milli árstíða. Því henta sömu dekk engan veginn árið um kring, og af og frá að þau standi sig jafn vel í fimmtán stiga frosti um hávetur og í tuttugu stiga hita á góðum sumardegi,“ útskýrir Steinar og bætir við: "Fínskorin vetrardekk slitna einfaldlega mun hraðar og hafa ekki sömu eiginleika og sumardekk fyrir íslenskan sumarakstur.“ Rúnar bendir á að notuð sumardekk séu sérlega vænn kostur fyrir þá sem ætla sér ekki að eiga bílinn sinn lengi. „Notuð sumardekk eru búbót fyrir alla bíleigendur. Sem dæmi kostar algeng stærð á notuðu dekki 5.900 krónur, en í samanburði kostar nýtt dekk af ódýrri gerð um 13 þúsund krónur. Því getur munað um helmingi á verði í sumum tilvikum,“ útskýrir Rúnar. Að sögn Steinars er mest um hálfslitin dekk í góðu ásigkomulagi hjá Vöku en einnig lítið slitin dekk og dýra merkjavöru eins og dekk frá Continental og Michelin, sem geta verið allt að fimmfalt dýrari ný út úr búð. „Eðlilega seljast bestu sumardekkin hratt og vinsælustu stærðirnar klárast vanalega um mánaðamótin apríl/maí. Við reynum þó alltaf að eiga nokkra umganga af algengustu stærðum yfir sumartímann,“ segir Steinar. Vaka rekur bifreiðaverkstæði og alhliða dekkjaþjónustu fyrir allar tegundir bíla. Ásamt úrvali notaðra dekkja má einnig finna fjölbreytt úrval nýrra dekkja á afar hagstæðu verði. „Til að lágmarka biðtíma er best að panta tíma á www.vakahf.is eða í síma 567 6700, en einnig geta menn komið a staðinn og skoðað úrvalið. Við finnum hagstæðustu lausnina sem til er á þeim tíma,“ segir Rúnar. Vaka hf. er í Skútuvogi 8 í Reykjavík og á Smiðjuvegi 28 í Kópavogi. Sími 567 6700. Sjá nánar á vakahf.is.
Mest lesið Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Hópuppsögn hjá Sidekick Health Viðskipti innlent Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Viðskipti erlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Viðskipti innlent Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira