Viðbrögð við verðbólgu Jón Steinsson skrifar 5. maí 2012 06:00 Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Skoðanir Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Lífleg umræða hefur spunnist undanfarna daga um þá stöðu sem komin er upp varðandi verðbólgu á Íslandi í dag. Verðbólga mælist nú 6,4% og hefur hækkað um 4,5 prósentur frá því í byrjun árs 2011. Viðbrögð SjálfstæðismannaSjálfstæðismenn kenna ríkisstjórninni um verðbólguna og benda þar á hækkanir á verði opinberrar þjónustu og eldsneytis. Þessi skýring stenst ekki skoðun. Verðbólgan í dag er almenns eðlis. Þetta má til dæmis sjá með því að líta á kjarnaverðbólgu 2 – sem undanskilur búvörur, grænmeti, ávexti, bensín og opinbera þjónustu. Verðbólga á þennan mælikvarða er 5,4%, einungis lítið eitt lægri en heildarverðbólga. Það sem meira er þá hefur kjarnaverðbólga 2 hækkað jafn mikið frá því í byrjun árs 2011 og heildarverðbólga eða um 4,5 prósentur. Illugi Gunnarsson, alþingismaður, ritaði grein í Morgunblaðið 30. apríl síðastliðinn þar sem hann varar við því að Seðlabankinn bregðist við hækkun verðbólgu með því að hækka vexti. Illugi telur að verðbólgan sé kostnaðardrifin en ekki eftirspurnardrifin og því sé ekki skynsamlegt fyrir Seðlabankann að bregðast við. Sú staðreynd að verðbólgan er almenns eðlis mælir gegn þessum rökum Illuga. En það sem meira er þá eru verðbólguvæntingar nokkur ár fram í tímann sem lesa má út úr fjármálamörkuðum langt yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Ef verðbólgan væri kostnaðardrifin ættu markaðir að vænta þess að hún væri tímabundin. Svo virðist ekki vera. Viðbrögð ráðherraSteingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, og Oddný Harðardóttir, fjármálaráðherra, tóku annan pól í hæðina. Þau gerðu lítið úr verðbólguvandanum og bentu þar meðal annars á spá Seðlabanka Íslands sem gerir ráð fyrir að verðbólga hafi náð hámarki og muni lækka á næstu misserum. Hvað þetta varðar er vert að hafa í huga að verðbólgan í spám Seðlabankans leitar ávallt aftur í markmið bankans innan 2-3 ára einfaldlega fyrir þær sakir að spár bankans gera ráð fyrir því að vextir bankans verði aðlagaðir þannig að það sé tryggt. Núverandi spá Seðlabankans gerir því ráð fyrir talsverðum vaxtahækkunum til þess að tryggja að verðbólga hjaðni á ný. Seðlabankinn birtir því miður ekki vaxtaferilinn sem spáin byggir á og því er erfitt að átta sig á því hvað hann telur þörf á miklum vaxtahækkunum næstu misseri. En talsmenn bankans hafa sagt opinberlega að í spám bankans felist hærri vextir. Ef litið er fram hjá þessum eiginleika, geta verðbólguspár bankans veitt falskt öryggi og verið misvísandi um alvarleika verðbólguvandans. Rétt viðbrögðÁ sama tíma og verðbólgan hefur aukist um 4,5 prósentur hefur Seðlabankinn einungis hækkað vexti um 0,5 prósentu. Aðhaldsstig peningamálstefnunnar hefur því minnkað verulega. Það sem meira er, atvinnuleysi hefur lækkað hröðum skrefum á þessum tíma. Atvinnuleysi var 8,6% á fyrsta ársfjórðungi síðasta árs en 7,2% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Vitaskuld er atvinnuleysi enn hátt. Það er því ekki hægt að tala um þenslu í venjulegum skilningi á Íslandi í dag. Staðan er annars eðlis og erfiðari. Verðbólguvandinn er fyrst og fremst tilkominn vegna væntinga um að ekkert verði gert til þess að stöðva hana. Verðbólgan er í rauninni sjálfsprottin. Fólk og fyrirtæki sem óttast verðbólgu í framtíðinni hækka verð og krefjast hærri launa í dag. Þannig rætast væntingar fólks af sjálfu sér svo fremi sem Seðlabankinn gerir ekkert í málunum. Ef við höldum áfram á sömu braut er ekkert sem bendir til annars en að verðbólga muni halda áfram að aukast. Raunar ætti hækkun verðbólgunnar að ágerast þar sem bæði raunvextir Seðlabankans og atvinnuleysi hafa verið að lækka. Til þess að stöðva þetta ferli þarf Seðlabankinn að hækka vexti verulega. Hæfileg vaxtahækkun til þess að byrja með væri 2-2,5 prósentur. Auðvitað er erfitt að þurfa að ráðast í að halda aftur af vexti hagkerfisins þegar atvinnuleysi er 7%. En við verðum að horfast í augu við þann súra raunveruleika að það er sérstaklega erfitt að halda aftur af verðbólgu á Íslandi vegna þess hugarfars sem ríkir í landinu gagnvart aðhaldssamri peningamálastefnu. Það þýðir lítið að stinga höfðinu í sandinn eða kenna pólitískum andstæðingum um vandann. Ef það er gert mun vandinn einungis ágerast og verða erfiðari viðfangs síðar meir. Við höfum slæma reynslu af slíku.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun