Íslenski boltinn

Enda Blikastelpurnar sjö ára bið?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks.
Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks. Mynd/Hag
Pepsi-deild kvenna í fótbolta hefst á sunnudaginn og meðal leikja verður leikur Breiðabliks og Fylkis sem verður í beinni á Stöð 2 Sport klukkan 19.15.

Blikakonum er spáð titlinum í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna en þær hafa ekki orðið meistarar í sjö ár sem er jöfnun á lengstu bið Blika síðan að fyrsti titilinn af fimmtán vannst árið 1977.

Umferðin hefst þó klukkan 16 með tveimur athyglisverðum leikjum milli liða sem var spáð öðru til fimmta sæti. ÍBV tekur þá á móti Val í Eyjum og Íslandsmeistarar Stjörnunnar heimsækja Þór/KA fyrir norðan.

Síðustu tveir leikir umferðarinnar eru síðan á milli nýliða Selfoss og KR annars vegar og Aftureldingar og nýliða FH hins vegar. Þeir hefjast klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×