Lögreglumennirnir mættu í dómsal í máli Lárusar og Guðmundar 24. maí 2012 09:15 Mennirnir tveir störfuðu fyrir embætti sérstaks saksóknara frá árinu 2009 til síðustu áramóta. Unnu þeir þó um tíma sem verktakar hjá embættinu fyrr á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Tveir fyrrum starfsmenn embættis sérstaks saksóknara, Guðmundur Haukur Gunnarsson og Jón Óttar Ólafsson, hafa verið kærðir til ríkissaksóknara fyrir brot á þagnarskyldu í starfi. Mönnunum er gefið að sök að hafa selt upplýsingar, sem þeir urðu sér úti um í störfum sínum fyrir embættið, til þriðja aðila. Mennirnir, sem eru fyrrverandi lögreglumenn, unnu að rannsóknum á málum tengdum Sjóvá og Milestone hjá embætti sérstaks saksóknara. Þeir létu formlega af störfum hjá embættinu um síðustu áramót og hófu þá störf sem sjálfstæðir rannsakendur. Unnu þeir í kjölfarið um tíma sem verktakar hjá embættinu og mættu til að mynda í dómsal við þingfestingu ákæru sérstaks saksóknara á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni 10. janúar síðastliðinn. Þar voru þeir saksóknara til aðstoðar en málið snýr að lánveitingu Glitnis til Milestone. Meðan þeir unnu sem verktakar er þeim gefið að sök að hafa látið upplýsingar sem þeir öfluðu við störf sín fyrir embættið í té þrotabúi Milestone sem greiddi félagi í þeirra eigu, PPP sf., tæplega 30 milljónir króna fyrir vinnu fyrir þrotabúið. Stöð 2 greindi frá þessu í gærkvöldi. Fólst vinnan í það minnsta í gerð 17 blaðsíðna skýrslu sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Fréttablaðið hafði í gærkvöldi samband við Guðmund sem vildi ekki ræða um málið og þá náðist ekki í Jón Óttar. Í yfirlýsingu sem embætti sérstaks saksóknara sendi frá sér í gær segir að grunsemdir hafi vaknað um brot mannanna tveggja eftir að þeir höfðu látið af störfum hjá embættinu. Skoðun embættisins hafi síðan í lok apríl leitt til kæru til ríkissaksóknara sem fari nú með rannsókn málsins. Þá kemur fram í yfirlýsingunni að brotið sé litið alvarlegum augum en hafi þó ekki víðtæk áhrif á starfsemi embættisins. Hins vegar var greint frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að verjendur einstaklinga sem tengjast rannsóknum embættisins á Milestone íhugi að krefjast þess að rannsóknunum verði hætt þar sem augljóst sé að þær hafi ekki verið unnar í samræmi við lög og reglur. Meðal þeirra sem rannsóknin beinist að er Karl Wernersson sem fyrir fall Milestone var aðaleigandi félagsins. magnusl@frettabladid.is
Mest lesið Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira