Mengun hafsins: Áfangar í rétta átt Svandís Svavarsdóttir skrifar 31. maí 2012 06:00 Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Árið 1956 fór að bera á undarlegum veikindum í japanska fiskveiðibænum Minamata. Sumir dóu, miklu fleiri sýktust og börn fæddust hræðilega vansköpuð. Sökudólgurinn fannst eftir nokkra leit, hættuleg kvikasilfurssambönd sem verksmiðja á staðnum dældi út í sjó, en fundu sér leið til baka í sjávarfangi. Á næsta ári stendur til að skrifa undir nýtt alþjóðlegt samkomulag gegn kvikasilfursmengun í Minamata. Það verður táknrænn og sögulegur áfangi í baráttunni gegn mengun hafsins, þar sem má segja að ótrúlega mikið hafi áunnist á þessu sviði á undanförnum áratugum. Alþjóðasamningar hafa náðst um að minnka mengun frá skipum, banna varp úrgangs í hafið og draga úr losun ýmissa hættulegra efna, sem finna sér leið inn í fæðukeðjuna. Kjarnorkuendurvinnslustöðinni í Dounreay í Skotlandi var lokað og dregið hefur úr losun geislavirkra efna frá Sellafield, að hluta til vegna þrýstings frá nágrannaríkjum. Þrávirk lífræn efni mælast langt undir hættumörkum á Íslandsmiðum og styrkur þeirra virðist standa í stað eða fara hægt niður á við, þvert á það sem menn óttuðust fyrir áratug eða svo. Almennur skilningur er á því að hafið getur ekki verið í senn ruslakista og uppspretta fæðu og verðmæta. Nauðsynlegar aðgerðir og viðbúnaðurÍslensk stjórnvöld voru fyrst ríkja innan OSPAR-samningsins til að vekja athygli á ógnun kjarnorkuendurvinnslunnar á Bretlandseyjum fyrir fiskveiðar í Norður-Atlantshafi fyrir rúmum aldarfjórðungi. Íslendingar geta einnig þakkað sér árangur varðandi þrávirk lífræn efni að nokkru, með því að vekja athygli á vandanum á Ríóráðstefnunni 1992 og ýta í framhaldinu á gerð alþjóðlegs samkomulags. Slíkt hefði auðvitað ekki verið hægt nema með góðri hjálp fleiri ríkja, frjálsra félagasamtaka og fjölþjóðlegra stofnana. Þar má nefna Norðurskautsráðið, en samantektir þess á áhrifum þrávirkra lífrænna efna á lífríki og heilsu fólks fjarri uppsprettum mengunar áttu drjúgan þátt í gerð Stokkhólmssamningsins um að draga úr losun þeirra. Því fer þó fjarri að sigur sé unninn. Aukin byggð og starfsemi við strendur, oft án nauðsynlegrar skólphreinsunar, veldur víða alvarlegri mengun á grunnsævi. Mengun af völdum plastagna og alls kyns rusls er vaxandi vandamál, sem leitað er lausna við. Aukin ásókn í olíuvinnslu á hafi úti, oft við erfiðar aðstæður, kallar á auknar öryggiskröfur og eftirlit. Olíuslysið í Mexíkóflóa árið 2010 sýndi glöggt hve mikið tjón getur orðið við olíuvinnslu á hafsbotni og hve erfitt er að stöðva leka þar. Augu manna beinast nú mjög að olíuvinnslu á norðurslóðum með hopun hafíss, en þar eru allar aðstæður erfiðari og lífríkið viðkvæmara en á suðlægari slóðum. Þar er full ástæða til að fara varlega. Íslendingar þurfa einnig að huga að viðbrögðum við hugsanlegum stórauknum flutningum á olíu með skipum meðfram ströndum landsins. Strand risaolíuskips hér við land gæti valdið stórfelldu tjóni á fiskimiðum og lífríki. Viðbúnaður við hugsanlegum slysum af því tagi hefur verið efldur, m.a. með tilkomu nýs varðskips, bættu eftirliti með skipaumferð og aukinni samvinnu við önnur ríki um viðbrögð ef hætta skapast. Matvæli úr hreinu hafiMengun sjávar er þó minnst til komin vegna stórslysa. Þótt mengun frá starfsemi á Íslandi sé lítil skiptir það okkur miklu máli að vera til fyrirmyndar, meðal annars til að viðhalda trúverðugleika í alþjóðlegu starfi. Íslendingar geta ekki leyft sér að dæla út díoxíni langt yfir eðlilegum mörkum á sama tíma og ýtt er á önnur ríki að draga úr losun þrávirkra efna af því tagi. Átak í skólphreinsun þarf að halda áfram, því framleiðandi hágæðamatvæla getur ekki búið við gerlamengaðar strendur rétt hjá vinnslustöðvum. Góður árangur í baráttunni gegn mengun hafsins sýnir okkur mátt alþjóðlegrar samvinnu í umhverfismálum og mikilvægi vöktunar og upplýsingagjafar. Þessi árangur á að vera okkur hvatning til að halda áfram á sömu braut, en ekki tilefni til að sofna á verðinum.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun