Ný lög eiga að fjölga grænum bifreiðum á vegum landsins 25. júní 2012 06:00 Rafbílar hafa þann kost að menga ekki og auðvelt er að tengja þá beint í rafmagn. Þeir komast þó ekki langar vegalengdir. mynd/getty Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira
Alþingi hefur samþykkt frumvarp fjármálaráðherra að breytingu á lögum um undanþágur og endurgreiðslur á virðisaukaskatti á rafbíla og vetnisbíla. Þetta var samþykkt á síðasta degi þingsins á þriðjudag. Íslendingar feta með löggjöfinni í fótspor Norðmanna sem hafa um nokkurt skeið fellt niður virðisaukaskatt á „græna bíla“ eða þá bíla sem menga ekki umfram ákveðið hámark eða nota endurnýjanlega orku. Markmið lagabreytinganna er að styrkja samkeppnishæfni grænna ökutækja gagnvart hefðbundnum bensín- og dísilknúnum ökutækjum. Það er gert með það að markmiði að efla og flýta fyrir orkuskiptum í samgöngum. Lagasetningin er hluti af því að skapa hér lagaumhverfi um umhverfisvænar bifreiðar. Enn á þó eftir að koma upp ýmsum fylgifiskum raf- og vetnisbíla. Þar ber helst að nefna rafmagnstengi fyrir bílana víðar en á heimilum og þjónustustöðvar sem sinnt geta slíkum bifreiðum. Í greinargerð með frumvarpi fjármálaráðherra segir að til mikils sé að vinna fyrir Ísland þegar umhverfissjónarmið bílaumferðar séu skoðuð. Bjarni Þ. Sigurðsson, sölustjóri Renault hjá BL, segir að nú þegar hafi verið tekin mikilvæg skref til þess að bjóða upp á rafbíla á Íslandi. „Þessi lagabreyting núna þýðir klárlega það að menn sjá sér fært að fara af stað,“ segir Bjarni. Gríðarlegur kostnaður hefur fylgt þessum ökutækjum hér á landi. Með lagabreytingunum má þó gera ráð fyrir að sá kostnaður lækki töluvert. Bjarni segir að nokkur kostnaður fylgi markaðssetningu rafmagnsbíla hér á landi. Sá kostnaður felur meðal annars í sér ný tæki og þjálfun mannskaps í að þjónusta bílana. Bifreiðaframleiðendur erlendis setja yfirleitt fram þó nokkrar kröfur um sölu og þjónustu bifreiða sinna. Renault nálgast málið þannig að rafbíll sé á álíka verði eða örlítið dýrari en dísilbíll í sama flokki. „Með niðurfellingu á vörugjöldum og virðisauka þá getum við reiknað okkur inn á það að ívilnunin hér á landi sé að verða sambærileg og í Evrópu. Það þýðir að verð á rafbílum verður ekki langt frá verði dísilbíla.“ Bjarni telur þó að rafbílasala muni ekki taka mikinn kipp þrátt fyrir lagasetninguna. „Það eru margir búnir að spila upp væntingarnar til rafbílasölu, að þúsundir bíla fari út á markaðinn einn, tveir og þrír. Það mun taka einhvern tíma fyrir bílana að fara í verulegu magni á markaðinn.“ birgirh@frettabladid.is
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Sjá meira