Tugmilljarða kröfur ríkis sagðar tapaðar 28. júní 2012 06:15 Svo flókin er umsýsla ríkisins vegna fjármálafyrirtækjanna að Ríkisendurskoðun treystir sér ekki til að birta samtölu yfir það sem var lánað og tapaðist.fréttablaðið/Kristinn Mynd/Samsett Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ný skýrsla Ríkisendurskoðunar leiðir í ljós að töpuð lán Seðlabankans til banka og fjármálafyrirtækja ollu bankanum og ríkissjóði búsifjum að upphæð 267 milljarðar króna, en á móti standa óinnheimtar kröfur. Eftir hrun lagði ríkið nýju bönkunum, Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankanum, til 138 milljarða króna í hlutafé og að auki 57 milljarða króna í víkjandi lán. Skýrslan, sem fjallar um fyrirgreiðslu ríkisins við fjármálafyrirtæki og stofnanir í kjölfar bankahrunsins, greinir einnig frá því að ríkið er bakábyrgt fyrir 97 milljörðum vegna þeirra skuldbindinga sem komu til árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið (FME) fól Arion banka að taka yfir innlánsskuldbindingar SPRON, sem þá var kominn í þrot. Ríkið er hins vegar ekki lengur ábyrgt fyrir þeim skuldbindingum sem komu til þegar FME fól Íslandsbanka að taka yfir innlánsskuldbindingar Straums-Burðaráss sama ár, en ríkið var upphaflega bakábyrgt vegna þessa. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt nýlegu eignamati nemi heildarkostnaður ríkisins vegna Sparisjóðsins í Keflavík um 25 milljörðum króna. Ríkið lagði einnig stofnfé í fimm minni sparisjóði á árinu 2010 og nam verðmæti eignarhluta ríkisins í þeim rúmlega 1,7 milljörðum króna í árslok 2011. Árið 2010 stofnaði ríkið hlutafélagið Byr til að kaupa eignir Byrs sparisjóðs, sem þá var fallinn, og taka við hluta af skuldum hans. Þegar Byr hf. var seldur til Íslandsbanka tapaði ríkið 135 milljónum króna. Í skýrslunni er fjallað um kröfur ríkissjóðs á VBS fjárfestingabanka, Askar Capital og Saga Capital sem samtals nema um 52 milljörðum króna. Öll þessi félög hafa verið tekin til slitameðferðar og telur Ríkisendurskoðun líklegt að kröfurnar séu tapaðar. Fjallað er um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu Sjóvár árið 2009 en ríkissjóður veitti upphaflega 11,6 milljarða króna lán vegna hennar. Heildartap ríkisins, eftir ýmsa umsýslu, nemur á bilinu 3,4–4,8 milljörðum króna. Í skýrslunni segir að tapið komi ekki á óvart enda hafi ríkið greitt 11,6 milljarða króna fyrir eignarhlut í félagi sem í reynd hafi verið gjaldþrota. Kostnaður vegna ýmissa annarra ábyrgða sem féllu á ríkið við fall bankanna nemur um 31 milljarði króna.svavar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira