Gnarr fer á færeyskt Gaypride í Þórshöfn 24. júlí 2012 09:15 Þessi mynd af borgarstjóranum var send úr Ráðhúsinu til færeyska blaðsins Dimmalættings. Óljóst er hvort Jón Gnarr verður í þessu gervi í færeysku gleðigöngunni. „Búningurinn verður surprise,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sem tekur þátt í gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum á föstudaginn. Jón verður gestur Þórshafnar frá því á morgun og þar til á mánudag. Hann tekur þátt í ýmsum dagskrárliðum sem hluta af opinberu heimsókninni, meðal annars Ólafsvökunni víðfrægu. Faroe Pride er þó ekki hluti af dagskránni sem gestgjafarnir hafa skipulagt fyrir reykvíska borgarstjórann. „Ég frétti eftir á að gangan væri á sama tíma og ég er þarna þannig að ég bað um að fá að taka þátt í henni. Aðstandendur göngunnar voru himinlifandi,“ segir Jón sem kveðst einfaldlega hafa viljað nota tækifærið til að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum. Þar er umburðarlyndi fyrir samkynhneigð ekki það sama og á Íslandi og málefnið því umdeildara en hér. „Eitt sem við Íslendingar höfum að miðla er mannréttindi, umburðarlyndi og náungakærleikur. Við erum til algerrar fyrirmyndar þegar kemur að réttindamálum samkynhneigðra,“ undirstrikar borgarstjórinn, sem játar því að vera búinn að máta búning fyrir gönguna en kveður hann þó leyndarmál þar til í göngunni síðdegis á föstudaginn sem fyrr segir. Jón kveðst oft hafa furðað sig á að ekki skuli vera meiri samgangur milli Íslendinga og Færeyinga og Grænlendinga. Stuðla megi að breytingu á því í gegnum samstarf borgarinnar við höfuðstaðina Nuuk og Þórshöfn. „Ég hef lýst því yfir þegar ég hef hitt fulltrúa frá Þórshöfn og Nuuk að ég hafi áhuga á því að auka samstarfið,“ segir Jón. Borgarstjórinn segir áberandi hversu margir Íslendingar hafi á orði að þá hafa alla tíð langað að fara til Færeyja og Grænlands en fáir láti samt verða af því. Sjálfur sé hann einmitt einn af þeim sem hafi alltaf langað til Færeyja en aldrei farið. „Ég hlakka til að sjá Færeyjar og Þórshöfn,“ segir Jón sem meðal annars fær útsýnissiglingu í eyjuna Koltur á fimmtudaginn. „Síðan fæ ég að sjá nokkur atriði á Ólafsvökunni og upplifa hvernig hún er. Þetta verður mjög spennandi.“ gar@frettabladid.is Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Búningurinn verður surprise,“ segir Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, sem tekur þátt í gleðigöngunni Faroe Pride í Færeyjum á föstudaginn. Jón verður gestur Þórshafnar frá því á morgun og þar til á mánudag. Hann tekur þátt í ýmsum dagskrárliðum sem hluta af opinberu heimsókninni, meðal annars Ólafsvökunni víðfrægu. Faroe Pride er þó ekki hluti af dagskránni sem gestgjafarnir hafa skipulagt fyrir reykvíska borgarstjórann. „Ég frétti eftir á að gangan væri á sama tíma og ég er þarna þannig að ég bað um að fá að taka þátt í henni. Aðstandendur göngunnar voru himinlifandi,“ segir Jón sem kveðst einfaldlega hafa viljað nota tækifærið til að styðja réttindabaráttu samkynhneigðra í Færeyjum. Þar er umburðarlyndi fyrir samkynhneigð ekki það sama og á Íslandi og málefnið því umdeildara en hér. „Eitt sem við Íslendingar höfum að miðla er mannréttindi, umburðarlyndi og náungakærleikur. Við erum til algerrar fyrirmyndar þegar kemur að réttindamálum samkynhneigðra,“ undirstrikar borgarstjórinn, sem játar því að vera búinn að máta búning fyrir gönguna en kveður hann þó leyndarmál þar til í göngunni síðdegis á föstudaginn sem fyrr segir. Jón kveðst oft hafa furðað sig á að ekki skuli vera meiri samgangur milli Íslendinga og Færeyinga og Grænlendinga. Stuðla megi að breytingu á því í gegnum samstarf borgarinnar við höfuðstaðina Nuuk og Þórshöfn. „Ég hef lýst því yfir þegar ég hef hitt fulltrúa frá Þórshöfn og Nuuk að ég hafi áhuga á því að auka samstarfið,“ segir Jón. Borgarstjórinn segir áberandi hversu margir Íslendingar hafi á orði að þá hafa alla tíð langað að fara til Færeyja og Grænlands en fáir láti samt verða af því. Sjálfur sé hann einmitt einn af þeim sem hafi alltaf langað til Færeyja en aldrei farið. „Ég hlakka til að sjá Færeyjar og Þórshöfn,“ segir Jón sem meðal annars fær útsýnissiglingu í eyjuna Koltur á fimmtudaginn. „Síðan fæ ég að sjá nokkur atriði á Ólafsvökunni og upplifa hvernig hún er. Þetta verður mjög spennandi.“ gar@frettabladid.is
Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira