Frakkar gefa út Sólkross og vilja kvikmynda bókina 28. ágúst 2012 09:00 ánægður Prisma Media hefur tryggt sér útgáfuréttinn á bók Óttars M. Norðfjörð, Sólkross.mynd/Elo Vázques „Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
„Prisma er risastórt í Frakklandi og þar að auki í eigu Bertelsmann, eins stærsta útgáfurisa heims, svo þetta er gríðarleg viðurkenning fyrir mig og býður upp á mikil tækifæri fyrir bókina, sem og aðrar bækur, en Prisma hefur nú þegar augastað á öðrum titlum eftir mig," segir rithöfundurinn Óttar M. Norðfjörð. Franski fjölmiðlarisinn Prisma Media hefur keypt útgáfuréttinn á Sólkrossi eftir Óttar og fyrirhugar að gefa hana út í marslok á næsta ári, á sama tíma og bókmenntahátíðin í París stendur yfir. Sólkross, sem kom út á Íslandi árið 2008, er sagnfræðileg spennusaga sem sækir í víkingafortíð Íslendinga og er hún fyrsta bók Óttars sem kemur út í Frakklandi. „Ég er þess vegna mjög glaður og spenntur yfir að eignast loksins franska lesendur. Hún kemur út í tengslum við stærstu bókmenntahátíð Frakklands svo það væri draumur að komast þangað." Prisma er næststærsta útgáfufyrirtæki Frakklands á sviði tímarita en annast einnig bókaútgáfu. Í fyrra seldi það 220 milljónir eintaka af tímaritum sínum í Frakklandi. Prisma er í eigu alþjóðlega fjölmiðlaveldisins Bertelsmann. Fyrirtækið ætlar að fara af stað með glæpasagnaseríuna Prisma Noir þar sem kynntar verða fyrir lesendum bækur sem gerast á fjarlægum slóðum og var Sólkross valin til kynningar á Íslandi. Prisma Media hyggst jafnframt búa til sjónvarpsauglýsingu byggða á bókinni þar sem íslensk náttúra fær að njóta sín. Sólkross hefur komið út í yfir tuttugu löndum. Bókin hefur selst í yfir tíu þúsund eintökum í Þýskalandi, Sviss og Austurríki en hér heima hefur hún selst í nokkur þúsund eintökum. Í haust er væntanleg ný bók eftir Óttar, draugasagan Spor skugganna, hjá Sögum útgáfu. „Spor skugganna dansar á mörkum spennusögu og draugasögu," segir Óttar, spurður út í bókina. „Hún fjallar um unga konu sem hefur misst son sinn en hún neitar að trúa því að hann sé látinn. Þegar hún fer að leita drengsins taka undarlegir hlutir að koma fyrir hana." freyr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira