Ný plata og þrennir tónleikar 10. september 2012 09:16 Ásgeir Trausti er sallarólegur og nennir lítið að vera að stressa sig yfir hlutunum. fréttablaðið/valli Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Ásgeir Trausti gefur út sína fyrstu plötu, Dýrð í dauðaþögn, á þriðjudaginn. Tvö lög af henni, Leyndarmál og Sumargestir, hafa notið mikilla vinsælda í sumar og því er eftirvæntingin mikil. Aðspurður segist Ásgeir Trausti hafa verið í eitt ár að semja lögin, þrír mánuðir fóru í upptökur og um tveir mánuðir í að vinna umslagið. Ferlið hefur því verið ansi langt en hann er mjög spenntur að sjá hvernig viðtökurnar verða. Strákarnir í Hjálmum aðstoðuðu Ásgeir Trausta við upptökurnar, sem kemur ekki á óvart því söngvari sveitarinnar er bróðir hans Þorsteinn Einarsson. Þeir spiluðu einnig inn á plötuna og verða með honum á þrennum útgáfutónleikum. Þeir fyrstu verða á Græna hattinum 14. september, þeir næstu á Hvammstanga hinn 16. og þeir þriðju og síðustu á Faktorý 18. september. Það er rosalega þægilegt að hafa svona reynslubolta í þessu með sér þegar maður er að koma svona nýr inn, segir Ásgeir Trausti um Hjálmana. Lögin á plötunni eru annars úr öllum áttum. Lögin eru öll rosa ólík og textarnir eru allir mjög mismunandi, segir hann. Faðir hans, Einar Georg Einarsson, samdi sjö texta og Júlíus Róbertsson þrjá en hann spilar einnig með Ásgeiri. Það eru spennandi hlutir fram undan hjá tónlistarmanninum efnilega, sem er þó sallarólegur yfir öllu saman. Ég nenni ekki að vera að stressa mig, ég sé engan tilgang í því. Þetta rennur bara áfram og ég fylgi með. - fb
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira