Stefnumót mitt við LÍN Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 18. september 2012 06:00 Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Fyrir þremur árum hóf ég nám við Óslóarháskóla. Í gegnum námið hef ég kynnst verklagi LÍN við veitingu námslána. Margar úthlutunarreglur LÍN eru alls ekki nægilega vel útfærðar og vil ég nefna tvö dæmi því til stuðnings. Fyrra dæmið er eftirfarandi. Fyrir einu og hálfu ári hentaði það mér best að taka 67% nám á vormisseri og bæta það upp misserið eftir og taka þá 133% nám. Ég athugaði úthlutunarreglurnar og þar stóð að hægt væri að flytja einingar á milli missera til þess að fá fullt námslán bæði misserin, enda réttlátt þar sem ég tók hvort eð er fullt nám til samans allt þetta ár. En þetta gekk ekki eftir. LÍN tjáði mér að einungis væri hægt að flytja einingar milli missera ef: a) ég tæki 40 einingar fyrst og 20 einingar misserið eftir, eða b) ég tæki fyrst 20 einingar og svo 40 einingar innan sama skólaárs. Svo þetta þýðir að þar sem ég tók fyrst 20 einingar og svo 40 einingar á milli skólaára, þó þetta hafi verið á sama almanaksári og bæði misserin hluti af sama námi, þá var þessi tilfærsla ekki möguleg og mér var einfaldlega tjáð það að ég fengi bara 2/3 af námsláninu sem ég hélt að ég myndi fá. Þá spurði ég hvort ég fengi eitthvað aukalega misserið á eftir þar sem ég ætlaði hvort eð er að taka 40 einingar, meira en 100% nám, til þess að klára ekki námið mitt á eftir áætlun. Svarið var nei, ég fengi ekkert aukalega. Ég spyr hvernig þetta megi vera, það verði mér ómögulegt að vinna með 133% námi og þó nauðsynlegt þar sem ég myndi ekki fá full námslán misserið áður út af þessum reglum. Svarið er samt nei. Þetta var sum sé ekki hægt af því að ég, fyrir tilviljun, vildi færa einingar á milli skólaára, sem er í raun skilgreining sem ekki er notuð á háskólastigi. Þar er oftast talað um misseri, og sumir hefja námið ekki í byrjun skólaárs, heldur á vormisseri. Ef aðstæður hefðu verið nákvæmlega eins en bara misseri fyrr, þá hefði þetta verið hægt. Eftir mínum skilningi er þessi regla á engum eða í það minnsta lélegum rökum reist og tilviljunarkennd. Nú kemur seinna dæmið. Núverandi misseri, haustmisseri 2012, vildi ég taka 20 einingar og vinna dálítið með skólanum. Ég ætlaði að taka aukalega tvö fög til þess að undirbúa mig enn betur undir meistaranámið sem ég mun hefja eftir ár. Ég vissi það af fyrri reynslu að ég myndi bara fá 2/3 af fullum námslánum og sætti mig við það. Ég hringi svo í LÍN til þess að athuga hversu há laun ég megi hafa áður en námslánin mín verða skert og fæ þau svör að ég megi vinna fyrir 750.000 krónum á ári án þess að námslánin skerðist. Ég spyr hvort þessi upphæð sé ekki hærri fyrir mig þar sem ég er í námi í Noregi, hér er mun dýrara að búa en á Íslandi og því laun mun hærri. Svarið er nei. Ég spyr hvort það sé þá rétt að í praksis megi stúdentar á Íslandi vinna um tvöfalt meira heldur en ég sem er námsmaður í Noregi þó ég þurfi fyrir það fyrsta að taka tvöföld námslán á við námsmenn á Íslandi og þó ég þurfi reglulega að kaupa dýra flugmiða til þess eins að geta heimsótt fjölskyldu mína. Svarið var að svo væri. Ég krefst þess að þetta reglukerfi sé tekið til athugunar og því sé breytt. Ég vil reglukerfi sem byggir á reynslu og raunsæi. Ég vil finna það að samfélagið kunni að meta stúdenta og skilji að það er menntun sem hjálpar samfélaginu að þróast enn frekar.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun