Innlent

Formannsskipti hjá Outlaws

Þessir liðsmenn Outlaws biðu eftir félaga sínum fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni.
Þessir liðsmenn Outlaws biðu eftir félaga sínum fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í vikunni.
Nýr maður fer nú fyrir vélhjólasamtökunum Outlaws á Íslandi. Hann heitir Víðir Þorgeirsson, 46 ára Reykvíkingur, kallaður Víðir tarfur.

Víðir kveðst sjálfur hafa verið formaður samtakanna í um eitt ár. Aðrar heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að styttra sé síðan hann tók við stjórnartaumunum af Ragnari Davíð Bjarnasyni, Ragga sænska, sem er margdæmdur fyrir ýmis afbrot. Einn heimildarmaður orðaði það svo að formannsskiptin væru „nýskeð“. Ragnar mun ekki lengur vera félagi í Outlaws.

Hæstiréttur dæmdi Víði í fimm ára fangelsi árið 2001 fyrir innflutning á fimm þúsund e-töflum til landsins.

Í þessu samhengi má nefna að Ríkharð Júlíus Ríkharðsson var á sínum tíma formaður Black Pistons. Valdir félagar í þeim klúbbi fengu síðar framgang í stöðu Outlaws-meðlima. Þá var Ríkharð kominn í fangelsi og var því aldrei formlega meðlimur í Outlaws. Ranglega var sagt í Fréttablaðinu á þriðjudag að fangavistin hefði verið vegna skotárásarinnar í Bryggjuhverfinu fyrir tæpu ári. Hið rétta er að hann fékk dóm fyrir frelsissviptingu og hrottafengna líkamsárás. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×