Velsæld og lífskjör Ólafur Páll Jónsson skrifar 21. september 2012 10:45 Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Narfi frá JBT Marel til Kviku Árni Sæberg skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Sjá meira
Oft er reynt að telja okkur trú um að helsta markmið hverrar óbrjálaðrar manneskju sé að hámarka eigin velsæld. Samt blasir við hverjum þeim sem gefur sér tíma til að íhuga eigið gildismat, að þetta er ekki fyrsta boðorð hinnar óbrjáluðu skynsemi heldur brjálsemin sjálf. Velsæld er mæld í krónum og fermetrum, en skynsamlegt mat á góðu lífi hefur lítið með þess konar stærðir að gera. Velsæld og góð lífskjör eru sitt hvað. Húsbóndi sem hefur hirð þræla í kringum sig kann að njóta velsældar en hann nýtur ekki góðra lífskjara. Velsældin birtist í því að sérhverri löngun hans er fullnægt með lítilli fyrirhöfn hans sjálfs. En hann býr ekki við góð lífskjör – góð kjör fyrir manneskjulegt líf – vegna þess að líf hans byggist á þrælahaldi, á því að mannréttindi annars fólks séu lítilsvirt. Þetta er líf sem hefur ójöfnuð að forsendu. Að búa við góð kjör gerir ráð fyrir því að líf manns byggist ekki á kúgun og mannréttindabrotum. Vissulega getur manni, sem byggir velsæld sína á kúgun, liðið vel í fávisku sinni og skeytingarleysi. En tæpast verður það líf kallað gott sem hefur fávisku að forsendu. Ef við viljum lifa góðu lífi verðum við að taka siðferðilega stöðu okkar alvarlega. Sú staða varðar m.a. samskipti við samferðafólk okkar og hvaða rækt við leggjum við stofnanir samfélagsins. En hún varðar líka það hvernig við ýmist búum í haginn eða gröfum undan tækifærum komandi kynslóða til að lifa vel. Hvernig athafnir okkar stuðla leynt eða ljóst að því að viðhalda eða uppræta barnaþrælkun í fjarlægum löndum og margvíslegt misrétti. Sú var tíðin að líf á Íslandi var með slíkum hörmungum að ótrúlegt má virðast að lifandi fólk skyldi skríða út úr moldarkofnum þegar snjóa leysti á vorin. Nú er tími velsældar. En ef við viljum búa við góð kjör frekar en einbera velsæld, þá verðum við að taka siðferðilega afstöðu til lífsins – til okkar sjálfra og annarra.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun