Vildi ekki spila fyrir Bandaríkin Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. október 2012 07:00 Aron Jóhannsson hefur spilað með yngri landsliðum Íslands. Hér er hann í leik gegn enska U-21 landsliðinu á Laugardalsvelli fyrir rúmu ári. fréttablaðið/anton fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron. Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
fótbolti Hinn sjóðheiti markaskorari AGF í Danmörku, Aron Jóhannsson, var í gær valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Albaníu og Sviss í undankeppni HM 2014. Leikirnir fara fram 12. og 16. október næstkomandi. Talsverð pressa var á landsliðsþjálfaranum Lars Lagerbäck að velja Aron, enda er hann markahæsti leikmaður dönsku úrvalsdeildarinnar, búinn að skora 10 mörk í síðustu 5 leikjum og samtals 11 mörk í 11 leikjum. „Ég er nokkuð hress með gang mála. Ég get ekki neitað því," sagði hinn 21 árs gamli Aron léttur í spjalli við Fréttablaðið í gær. „Ég var vissulega mjög glaður þegar ég fékk tíðindin enda er ég búinn að leggja hart að mér alla ævi með það að markmiði að fá að spila fyrir mína þjóð. Ég var því að ná ákveðnum áfanga." Ræddi við LarsLagerbäck landsliðsþjálfari talaði við Aron í upphafi vikunnar en tjáði honum ekki þá að hann yrði í landsliðshópnum. Það var ekki fyrr en daginn eftir sem starfsmaður knattspyrnusambandsins hringdi í hann og sagði honum góðu tíðindin. „Við Lars ræddum lauslega saman en það er okkar á milli hvað var rætt um," sagði Aron, en þeir ræddu saman á ensku í stað þess að reyna að tala saman á dönsku og sænsku. „Ég er ekki sleipur í sænskunni en veit ekki hvort við hefðum getað plumað okkur á nokkurs konar skandinavísku." Þó svo að Aroni hafi gengið vel upp á síðkastið er hann engu að síður eini nýliðinn í landsliðshópnum og hann ætlast ekki til eins né neins þegar í hópinn er komið. „Ég get ekki gert neinar kröfur en auðvitað væri gaman að fá einhverjar mínútur. Ég verð að mæta einbeittur á æfingar og sýna hvað ég get. Það skilar mér svo vonandi einhverjum mínútum á vellinum," sagði Aron yfirvegaður. Framherjinn segist ekki vera neinn hrokagikkur og velgengnin hafi ekki stigið honum til höfuðs. „Ég er nú ekki þekktur fyrir að vera einhver hrokagikkur en auðvitað mæti ég til leiks með mikið sjálfstraust. Ég þarf að sýna mig fyrir nýju liði og nýjum þjálfara," sagði Aron en hverju þakkar hann þetta góða gengi upp á síðkastið? Hefur allt gengið upp„Þetta er náttúrulega búið að vera ótrúlegt. Það hefur allt gengið upp hjá mér. Get eiginlega ekki útskýrt það betur. Ég veit samt að ég þarf að leggja mjög hart að mér í hverjum leik. Þetta kemur ekki af sjálfu sér. Það þýðir ekkert að hætta núna. Þetta telur ekkert í lok tímabilsins. Ég verð að halda áfram á sömu braut." Aron er fæddur í Bandaríkjunum og bjó þar fyrstu þrjú ár ævi sinnar. Hann er aftur á móti alinn upp á Íslandi og á íslenska foreldra. Þar sem hann hefur ekki enn spilað A-landsleik fyrir Ísland er hann enn gjaldgengur í bandaríska landsliðið. Bandaríkin komu aldrei til greinaÞessi staðreynd náði alla leið til Bandaríkjanna og er Aron sló í gegn í Danmörku var þeim möguleika velt upp í fjölmiðlum vestanhafs hvort hann myndi spila með bandaríska landsliðinu. Aron segist aldrei hafa íhugað það alvarlega. „Ég er Íslendingur og mig hefur langað að spila fyrir Ísland frá því að ég var lítill. Það kom því aldrei til greina. Þegar umræðan var í gangi fór það inn um annað og út um hitt eyrað. Ég heyrði aldrei frá neinum í bandaríska knattspyrnusambandinu heldur. Ég vil spila fyrir Ísland og nú var ég valinn í landsliðið, sem er frábært," sagði Aron.
Fótbolti Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira