Hef ekki gaman af fótbolta lengur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2012 08:00 Veigar Páll segist helst vilja fara í Stjörnuna en hann ætlar að hlusta á tilboð annarra félaga áður en hann ákveður framtíð sína. Mynd/AFP „Það er nú ekki rétt sem kom fram í norskum fjölmiðlum að ég sé að spá í að hætta í fótbolta. Það er samt mikið til í því að ég sé að íhuga að koma heim til Íslands eftir tímabilið. Þar ætla ég að spila fótbolta," sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Hann er búinn að vera atvinnumaður í Noregi og Frakklandi síðustu átta ár. Mikið hefur gengið á hjá honum síðustu misseri. Hann fékk lítið að spila hjá Vålerenga og fór því aftur til Stabæk þar sem honum leið vel. Svo lenti hann í því að vera miðdepillinn í mesta hneykslismáli norska boltans í áraraðir. Veigar gerði reyndar ekkert af sér sjálfur heldur voru það forráðamenn liða sem voru að selja hann milli liða sem gerðu sig seka um glæpsamlegt athæfi. „Það eru margir mismunandi neikvæðir hlutir sem hafa verið í gangi. Það hefur leitt til þess að ég hef misst áhugann sem þarf til þess að vera atvinnumaður. Ástríðan er farin og ég hef ekkert gaman af þessu lengur. Það verður að viðurkennast," sagði Veigar en hann segir að ástandið sé þó mun skárra hjá Stabæk en það var hjá Vålerenga. „Mér finnst ég þurfa að breyta til eftir að hafa verið lengi hérna. Ég tel að með því að fara aftur heim muni ég finna aftur gleðina í boltanum og njóta lífsins á nýjan leik." Framherjinn segir að hann vilji líka koma aftur heim og spila á meðan hann hefur enn eitthvað fram að færa. Hann verður 33 ára á næsta ári. „Þá er ég enn talinn ungur í boltanum og þá gæti ég kannski átt nokkur góð ár eftir heima. Það yrði jákvætt. Ég hef samt ekki alveg ákveðið mig enn þá en líkurnar eru ansi miklar að ég komi heim." Þó svo að Veigar hafi ekki gert neitt af sér í hneykslismálinu þá hefur málið óneitanlega snert hann engu að síður. „Þetta hefur haft áhrif á mig. Þetta er eitt ljótasta mál sem hefur komið upp í norska boltanum. Svo glugga ég í blöðin hérna úti og nánast daglega er mynd af mér og talað um Gunnarsson-málið. Ég hef þurft að fara í yfirheyrslur til lögreglu og þetta hefur skapað vesen sem ég hefði alveg verið til í að vera laus við. Þetta hefur verið hundleiðinlegt." Í stuttu máli snýst málið um söluna á Veigari frá Vålerenga til Stabæk. Vålerenga keypti Veigar Pál frá Stabæk fyrir eina milljón norskra króna. Með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir. Með því sparaði Stabæk sér að greiða franska félaginu Nancy tvær og hálfa milljón króna sem það hefði þurft að gera hefði Veigar Páll farið á fimm milljónir. Á endanum fékk Nancy bara hálfa milljón. Skrifaði undir samning á klósettpappírVeigar og fjölskylda eru farin að horfa til Íslands og er stemning fyrir því að koma heim. Veigar er uppalinn Garðbæingur en spilaði með KR áður en hann fór út. Hann skrifaði undir óformlegan samning við stuðningsmenn Stjörnunnar í sumar en heldur hann vatni? „Þegar maður skrifar undir samning við Silfurskeiðina þá er víst ekki aftur snúið. Við vorum reyndar allir aðeins í því þannig að ég veit ekki hvort hann heldur," sagði Veigar og hló dátt en sú uppákoma átti sér stað fyrir bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar. „Samningurinn er líka örugglega týndur. Ég held þetta hafi verið skrifað á klósettpappír." Veigar neitar því ekki að óneitanlega sé hann spenntur fyrir því að enda ferilinn hjá uppeldisfélaginu en það sé þó ekki sjálfgefið að hann spili þar. „Það væri mjög gaman og vonandi gengur það. Mig langar mest í Stjörnuna en það er ekki sjálfsagt að ég fari þangað. Ég sætti mig ekkert við tíu krónur á mánuði eða álíka," sagði Veigar en hann hefur ekki heyrt frá öðrum íslenskum félögum. Hann er laus allra mála eftir rúman mánuð og gæti verið byrjaður að æfa með íslensku liði eftir áramót. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
„Það er nú ekki rétt sem kom fram í norskum fjölmiðlum að ég sé að spá í að hætta í fótbolta. Það er samt mikið til í því að ég sé að íhuga að koma heim til Íslands eftir tímabilið. Þar ætla ég að spila fótbolta," sagði Veigar Páll Gunnarsson, leikmaður Stabæk. Hann er búinn að vera atvinnumaður í Noregi og Frakklandi síðustu átta ár. Mikið hefur gengið á hjá honum síðustu misseri. Hann fékk lítið að spila hjá Vålerenga og fór því aftur til Stabæk þar sem honum leið vel. Svo lenti hann í því að vera miðdepillinn í mesta hneykslismáli norska boltans í áraraðir. Veigar gerði reyndar ekkert af sér sjálfur heldur voru það forráðamenn liða sem voru að selja hann milli liða sem gerðu sig seka um glæpsamlegt athæfi. „Það eru margir mismunandi neikvæðir hlutir sem hafa verið í gangi. Það hefur leitt til þess að ég hef misst áhugann sem þarf til þess að vera atvinnumaður. Ástríðan er farin og ég hef ekkert gaman af þessu lengur. Það verður að viðurkennast," sagði Veigar en hann segir að ástandið sé þó mun skárra hjá Stabæk en það var hjá Vålerenga. „Mér finnst ég þurfa að breyta til eftir að hafa verið lengi hérna. Ég tel að með því að fara aftur heim muni ég finna aftur gleðina í boltanum og njóta lífsins á nýjan leik." Framherjinn segir að hann vilji líka koma aftur heim og spila á meðan hann hefur enn eitthvað fram að færa. Hann verður 33 ára á næsta ári. „Þá er ég enn talinn ungur í boltanum og þá gæti ég kannski átt nokkur góð ár eftir heima. Það yrði jákvætt. Ég hef samt ekki alveg ákveðið mig enn þá en líkurnar eru ansi miklar að ég komi heim." Þó svo að Veigar hafi ekki gert neitt af sér í hneykslismálinu þá hefur málið óneitanlega snert hann engu að síður. „Þetta hefur haft áhrif á mig. Þetta er eitt ljótasta mál sem hefur komið upp í norska boltanum. Svo glugga ég í blöðin hérna úti og nánast daglega er mynd af mér og talað um Gunnarsson-málið. Ég hef þurft að fara í yfirheyrslur til lögreglu og þetta hefur skapað vesen sem ég hefði alveg verið til í að vera laus við. Þetta hefur verið hundleiðinlegt." Í stuttu máli snýst málið um söluna á Veigari frá Vålerenga til Stabæk. Vålerenga keypti Veigar Pál frá Stabæk fyrir eina milljón norskra króna. Með í kaupunum fylgdi kaupréttur á fimmtán ára leikmanni sem var metinn á fjórar milljónir. Með því sparaði Stabæk sér að greiða franska félaginu Nancy tvær og hálfa milljón króna sem það hefði þurft að gera hefði Veigar Páll farið á fimm milljónir. Á endanum fékk Nancy bara hálfa milljón. Skrifaði undir samning á klósettpappírVeigar og fjölskylda eru farin að horfa til Íslands og er stemning fyrir því að koma heim. Veigar er uppalinn Garðbæingur en spilaði með KR áður en hann fór út. Hann skrifaði undir óformlegan samning við stuðningsmenn Stjörnunnar í sumar en heldur hann vatni? „Þegar maður skrifar undir samning við Silfurskeiðina þá er víst ekki aftur snúið. Við vorum reyndar allir aðeins í því þannig að ég veit ekki hvort hann heldur," sagði Veigar og hló dátt en sú uppákoma átti sér stað fyrir bikarúrslitaleik KR og Stjörnunnar. „Samningurinn er líka örugglega týndur. Ég held þetta hafi verið skrifað á klósettpappír." Veigar neitar því ekki að óneitanlega sé hann spenntur fyrir því að enda ferilinn hjá uppeldisfélaginu en það sé þó ekki sjálfgefið að hann spili þar. „Það væri mjög gaman og vonandi gengur það. Mig langar mest í Stjörnuna en það er ekki sjálfsagt að ég fari þangað. Ég sætti mig ekkert við tíu krónur á mánuði eða álíka," sagði Veigar en hann hefur ekki heyrt frá öðrum íslenskum félögum. Hann er laus allra mála eftir rúman mánuð og gæti verið byrjaður að æfa með íslensku liði eftir áramót.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti