Margrét Lára: Ég hefði ekki viljað missa af þessu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. október 2012 07:00 Stelpurnar fagna hér marki Katrínar Ómarsdóttur sem kom íslenska liðinu í 2-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Mynd/Stefán Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði sitt 69. landsliðsmark í gær er Ísland vann 3-2 sigur á Úkraínu og tryggði sér um leið þátttökurétt í úrslitakeppni EM í Svíþjóð næsta sumar. Margrét Lára hefur verið ein allra besta knattspyrnukona landsins og þótt víðar væri leitað um árabil en hún hefur þrátt fyrir það verið að glíma við erfið meiðsli í langan tíma. Hún fékk loks greiningu á meiðslum sínum í sumar en frestaði aðgerð til að geta tekið þátt í umspilsleikjunum gegn Úkraínu. „Ég hefði ekki viljað missa af þessu – það er alveg á hreinu," sagði skælbrosandi Margrét Lára eftir leikinn í gær. „Ég ætla mér nú að nýta tímann til að ná mér að fullu og vonandi tekst það. Ég vil vera 100 prósent næsta sumar." Hún óttast ekki bakslag og lítur jákvæðum augum á framtíðina. „Ég tel að aðgerðin muni hjálpa mér. Ef ekki bít ég bara í það súra epli. Ég ætla samt að halda áfram og er ég hvergi bangin. Þetta hefur verið erfitt í 4-5 ár en á svona stundum er manni alveg sama. Þetta er allt þess virði." Ísland spilaði með á EM 2009 sem haldið var í Finnlandi en þá töpuðu stelpurnar öllum sínum leikjum þrátt fyrir að hafa spilað vel á löngum köflum. „Við höfum verið að bíða eftir þessu augnabliki í fjögur ár og unnið að því síðustu tvö árin að ná þessu markmiði. Við höfum allar lagt á okkur mikla vinnu og því er það frábært að sjá uppskeru erfiðisins," segir hún. „Við verðum líka að átta okkur á því að við erum ekki stórþjóð. Við erum litla Ísland en samt komnar á EM. Við höfum slegið út þjóðir sem eru hærra skrifaðar en við og sýnir árangurinn hversu góður kvennaboltinn er á Íslandi. Við erum með frábært lið."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Daði Berg frá Víkingi til Vestra Gera grín að Jürgen Klopp Víkingar skipta um gír Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Bologna kom til baka gegn AC Milan Echeverri má loks spila fyrir Man City Valdi Laudrup besta fótboltamann sögunnar Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Sjá meira