Menning

Redford framleiðir Aldingarð Ólafs

Robert Redford.
Robert Redford.
Hollywoodleikarinn, leikstjórinn og framleiðandinn Robert Redford undirbýr sjónvarpsþætti byggða á smásagnasafni Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Aldingarðinum. Erlendir miðlar fara mikinn í umfjöllun sinni um væntanlega þætti enda Redford ákveðinn gæðastimpill á verkefninu en hann er titlaður framleiðandi. Þættirnir bera heitið Valentines og verða sýndir á Sundance-sjónvarpsstöðinni. Ásamt Redford er Fred Berner framleiðandi en hann er meðal annars með myndir á borð við Pollock og sjónvarpsþættina Law and Order á ferilskránni.

The Hollywood Reporter, Variety og vefsíðan The Celebrity Coffeeshop.com eru meðal þeirra miðla sem fjalla um framleiðsluna en Valentines er einn af fimm sjónvarpsþáttum sem eru í bígerð hjá Sundance-stöðinni sem þykir vera í sókn þessa stundina.

Aldingarðurinn vakti athygli er hún kom út hér á landi árið 2006 og hlaut meðal annars Bókmenntaverðlaun Íslands. Bókin fjallar um tryggð, svik, ást og hamingju þar sem fylgst er með lögfræðingi í New York og þremur dætrum hans. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×