Tónlist

Björk grafin niður í sand í myndbandinu

Myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Mutual Core, verður frumsýnt á netinu seinna í dag en myndbandið var tekið upp hér á landi í sumar.
Myndband við lag Bjarkar Guðmundsdóttur, Mutual Core, verður frumsýnt á netinu seinna í dag en myndbandið var tekið upp hér á landi í sumar.
Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir frumsýndi á nútímalistasafninu í Los Angeles í gærkvöldi myndband við lagið Mutual Core. Myndbandið var tekið upp hér á landi í byrjun sumars þar sem 30 manna tökulið lagði undir sig stúdíó Sagafilm í tvo daga.

"Þetta var mjög skemmtileg vinna og mikið lagt í allt. Við vorum 30 manna lið, allt Íslendingar nema leikstjórinn og aðstoðartökumaðurinn sem komu að utan," segir Árni Björn Helgason hjá Sagafilm.

Þrátt fyrir að myndbandið sé tölvugert að stórum hluta var mikið lagt í sviðsmyndina. Meðal annars var Björk grafin í sand. "Sandurinn, eldfjöllin og steinarnir er meðal þess sem búið var til fyrir sviðsmyndina. Þetta var mjög flott og allir stóðu sig með prýði."

Leikstjóri myndbandsins er Andrew Thomas Huang en hann hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir verk sín.

Mutual Core er eitt af 13 lögum á plötunni Bastards, sem byggist á endurhljóðblönduðum lögum af plötunni Biophilia. Bastards kemur út þann 19. nóvember næstkomandi. - áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.