Mesta áskorunin var kynlífslýsingar og koddahjal 20. nóvember 2012 08:00 Þýddu saman Það var oft stutt í hláturinn hjá þeim Þórdísi Elvu og Þóru Karitas er þær þýddu erótísku skáldsöguna, Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day sem kemur út á morgun. Mynd/erling „Í ferlinu komumst við að því að það er lítil hefð fyrir koddahjali á íslensku og var það mesta áskorunin fyrir okkur," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem ásamt Þóru Karitas Árnadóttur hefur þýtt metsölubókina Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day. Bókin, sem flokkast undir erótíska ástarsögu, er gefin út hjá forlaginu Lesbók og kemur í verslanir á morgun. Þú afhjúpar mig er fyrsta bókin í þríleik Sylviu Day en fyrstu tvær bækurnar hafa slegið sölumet í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Amazon. Bókin er fyrsta skáldsagan sem þær Þórdís og Þóra þýða en verkinu skiptu þær bróðurlega á milli sín. „Við skiptum þessum jafnt og hittumst svo reglulega til að bera saman bækur okkar og fara yfir vafaatriði. Við ákváðum að hittast á vinnustofu frekar en á opinberum stað enda vorum við báðar orðnar ansi hispurslausar í kynlífslýsingunum og ég er viss um að við hefðum fengið frekar skrítnar augnagotur ef fólk hefði heyrt okkur spjalla saman," segir Þórdís og bætir við að oft var stutt í hláturinn hjá þeim stöllum í ýmsum þýðingarpælingum. Mikill uppgangur hefur verið í útgáfu erótískra ástarsagna í kjölfarið á vinsældum Fimmtíu grárra skugga eftir E.L. James. Þórdís segist hafa verið efins í fyrstu er hún fékk boð um að þýða bókina enda sé hún sjálf ekki mikið fyrir afþreyingarbókmenntir. „Ég las svo bókina og fannst áhugavert að aðalpersónunarnar eru litaðar af ofbeldisfullri fortíð sem svo litar þeirra ástarsamband." Þórdís segist ekki hafa staðist mátið og las því Fimmtíu gráa skugga í sumar en þessar tvær bækur hafa gjarna verið bornar saman. „Það sem þessar bækur eiga sameiginlegt eru bersöglar lýsingar á kynlífi. Í Þú afhjúpar mig standa aðalpersónurnar hins vegar jafnt að vígi og það er ekkert afbrigðilegt í kynlífinu." alfrun@frettabladid.is Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
„Í ferlinu komumst við að því að það er lítil hefð fyrir koddahjali á íslensku og var það mesta áskorunin fyrir okkur," segir Þórdís Elva Þorvaldsdóttir sem ásamt Þóru Karitas Árnadóttur hefur þýtt metsölubókina Þú afhjúpar mig eftir Sylviu Day. Bókin, sem flokkast undir erótíska ástarsögu, er gefin út hjá forlaginu Lesbók og kemur í verslanir á morgun. Þú afhjúpar mig er fyrsta bókin í þríleik Sylviu Day en fyrstu tvær bækurnar hafa slegið sölumet í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Amazon. Bókin er fyrsta skáldsagan sem þær Þórdís og Þóra þýða en verkinu skiptu þær bróðurlega á milli sín. „Við skiptum þessum jafnt og hittumst svo reglulega til að bera saman bækur okkar og fara yfir vafaatriði. Við ákváðum að hittast á vinnustofu frekar en á opinberum stað enda vorum við báðar orðnar ansi hispurslausar í kynlífslýsingunum og ég er viss um að við hefðum fengið frekar skrítnar augnagotur ef fólk hefði heyrt okkur spjalla saman," segir Þórdís og bætir við að oft var stutt í hláturinn hjá þeim stöllum í ýmsum þýðingarpælingum. Mikill uppgangur hefur verið í útgáfu erótískra ástarsagna í kjölfarið á vinsældum Fimmtíu grárra skugga eftir E.L. James. Þórdís segist hafa verið efins í fyrstu er hún fékk boð um að þýða bókina enda sé hún sjálf ekki mikið fyrir afþreyingarbókmenntir. „Ég las svo bókina og fannst áhugavert að aðalpersónunarnar eru litaðar af ofbeldisfullri fortíð sem svo litar þeirra ástarsamband." Þórdís segist ekki hafa staðist mátið og las því Fimmtíu gráa skugga í sumar en þessar tvær bækur hafa gjarna verið bornar saman. „Það sem þessar bækur eiga sameiginlegt eru bersöglar lýsingar á kynlífi. Í Þú afhjúpar mig standa aðalpersónurnar hins vegar jafnt að vígi og það er ekkert afbrigðilegt í kynlífinu." alfrun@frettabladid.is
Lífið Menning Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira