Menning

Útrás Reykjavík áfram í fyrsta forvali til Óskarsverðlauna

Það voru aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aþenu sem skiluðu Útrás Reykjavík plássi í forvali til Óskarsverðlauna 2013. Fréttablaðið/valli
Það voru aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Aþenu sem skiluðu Útrás Reykjavík plássi í forvali til Óskarsverðlauna 2013. Fréttablaðið/valli
"Ég veit lítið um þetta ferli enda allt mjög dularfullt. Einhver fyrirtæki í Los Angeles hafa haft samband við mig og boðist til að taka að sér kynningu á myndinni fyrir það sem þeir kalla "Oscar run",“ segir leikstjórinn Ísold Uggadóttir.

Stuttmynd hennar, Útrás Reykjavík, er kominn áfram í fyrsta forvali til Óskarsverðlauna 2013 en í desember verður svo tilkynnt hvaða tíu myndir komast í gegnum næstu síu. Til að komast í þetta forval til Óskarsverðlaunanna þurfa myndir að vinna til aðalverðlauna á útvöldum kvikmyndahátíðum sem Óskarsakademían hefur viðurkennt.

"Í mínu tilfelli voru það aðalverðlaun á kvikmyndahátíðinni í Aþenu sem skiptu sköpum og komu Útrás Reykjavík inn á þennan góða lista.“

Stuttmyndin Útrás Reykjavík hefur hlotið mikla athygli síðan hún var frumsýnd, en í síðasta mánuði hlaut hún aðalverðlaun á Seminci-hátíðinni í Valladolid á Spáni. Stuttmyndin, sem skartar þeim Lilju Þórisdóttur og Maríu Hebu Þorkelsdóttir í aðalhlutverkum, etur kappi við 60 aðrar stuttmyndir sem eiga kost á að verða tilnefndar til Óskarsverðlauna.

Útrás Reykjavík hefur verið á ferð og flugi um heiminn og verið sýnd á hátíðum í Telluride, New York, Tyrklandi, Lettlandi, Úkraínu, Póllandi, Kosovo, Noregi, Grikklandi og á Spáni. -áp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.