Íslendingar reykja meira gras en áður 29. nóvember 2012 08:00 Mynd/AFP Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi. Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Fjórði hver Íslendingur hefur prófað hass eða marijúana. Um það bil tíundi hver hefur gert svo síðasta hálfa árið. Kannabisneysla hefur aukist töluvert á síðustu tíu árum, samkvæmt rannsóknum Helga Gunnlaugssonar, afbrotafræðings og prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands (HÍ), sem hefur þrisvar mælt hass- og marijúananotkun fullorðinna Íslendinga á aldrinum 18 til 74 ára í samvinnu við Félagsvísindastofnun HÍ. Fyrsta rannsóknin var gerð árið 1997, svo 2002 og nú síðast 2012. „Við mælum neyslu barna mun oftar en fullorðinna og vitum því lítið hvernig neysla ungmenna þróast fram á fullorðinsár," segir Helgi. Hann segir rannsóknir á vímuefnanotkun fullorðinna vanta til að fylgja neysluferli ungmenna eftir.Neysla eykst meðal fullorðinna Kannabisneysla fullorðinna Íslendinga jókst lítillega á tímabilinu 1997 til 2002, en talsvert á milli síðustu tíu ára. Þá jókst hlutfall fólks á aldursbilinu 18 til 74 ára sem hefur prófað gras eða hass töluvert á milli áranna, úr innan við 20 prósent í 25 prósent. Mest er þó hækkunin meðal þeirra sem höfðu reykt kannabis á síðustu sex mánuðum. Alls höfðu á bilinu 2 til 3 prósent neytt kannabiss síðasta hálfa árið árin 1997 og 2002 en það hlutfall þrefaldaðist á þessu ári og fór upp í níu prósent. Þetta er athyglisvert í ljósi nýjustu niðurstöðu samevrópsku rannsóknarinnar European School Survey Project on Alcohol and Other Drugs (ESPAD) sem sýnir að vímuefnaneysla unglinga sé langminnst á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd. Um fjörutíu prósent íslenskra unglinga í tíunda bekk hafa aldrei prófað áfengi, sígarettur, ólögleg fíkniefni eða aðra vímugjafa.Nær til allra fíkniefnaneytenda Kannabis er langalgengasta fíkniefnið og því er engin tilviljun að könnunin nær einungis til þess. Samkvæmt rannsóknum á fíkniefnaneyslu fólks, bæði hér á landi og erlendis, kemur það nánast aldrei fyrir að viðkomandi einstaklingur hafi aldrei neytt kannabisefna en sé samt virkur notandi annarra ólöglegra fíkniefna. Með öðrum orðum; ef manneskja hefur ekki prófað kannabis eru allar líkur á því að hún hafi látið önnur ólögleg efni í friði. Helgi bendir á að því megi segja að um 90 prósent Íslendinga noti ekki ólögleg fíkniefni. Flestir vaxa upp úr reykingum Gras- og hassreykingar fólks eru oftast bundnar við ákveðið afmarkað tímabil og langflestir virðast vaxa upp úr þeim þegar þeir eldast. Það sést mest á aldursskiptingu neytendahópsins, en notkunin er mun meiri hjá yngri aldursflokknum, 18 til 40 ára. Kannabisreykingar hjá fólki yfir fimmtugu eru afar sjaldgæfar. „Hlutfall þeirra sem hafa notað kannabis síðasta hálfa árið er klárlega á milli 20 og 30 prósent meðal yngri hópsins," segir Helgi. „En það er einungis lítill hluti sem heldur áfram að reykja fram á fullorðinsár. Flestir vilja bara prófa og nota þetta í félagslegum tilgangi." Mjög margt bendi til þess að menn vaxi upp úr neyslunni eftir því sem samfélagslegar skyldur hlaðast upp. Í alþjóðlegu samhengi hefur kannabisneysla Íslendinga alltaf verið lítil og vel undir meðallagi.
Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira