Spámaður snýr aftur! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 7. desember 2012 06:00 Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Fræg er innkoma hins danska Lars Christensen í umræður um íslensk efnahagsmál árið 2006. Lars karlinn var ekki sleginn blindu á ójafnvægið, skuldsetninguna og hætturnar í íslensku efnahagsbólunni eins og flestir hér heima. Hann horfði á mælana, kannaði undirliggjandi hagvísa og dró sínar ályktanir um að hér stefndi í óefni og reyndist sannspár eins og við þekkjum. Nýfrjálshyggju- og útrásarliðið á Íslandi tók gagnrýni hans illa eins og yfirleitt öllu og öllum sem ekki tóku þátt í lofgerðarsöngnum um íslensku snilldina. Lars þótti vera veisluspillir sem stýrðist af litlu öðru en sérstakri tegund af danskri öfund og var þannig afgreiddur út úr umræðunni.Áhugi erlendra fjárfesta vaxandi Nú er Lars mættur hingað í annað sinn eftir hrun með Íslandsgreiningu sína og samstarfsmanna hjá Danske Bank í farteskinu. Hin fyrri, fyrir einu og hálfu ári eða svo, var fremur jákvæð í garð þess árangurs sem þá hafði náðst frá hruni og rímaði ekki illa við skrif mín um landris í efnahagsmálum. Ekki tók nú stjórnarandstaðan beinlínis kollhnís af gleði vegna fyrri heimsóknar Lars Christensen hingað eftir hrun ef ég man rétt, enda boðaði hún svartnætti dag eftir dag. En hver er í hnotskurn boðskapur Lars Christensen í nýrri greiningu hans? „Þetta gæti verið betra en er nú ekki svo slæmt“ (lausleg þýðing á yfirskrift kynningar hans á fundi VÍB). Á Íslandi er hagvöxtur meiri og verður að öllum líkindum meiri á næsta ári en á a.m.k. þremur hinna Norðurlandaríkjanna og nær flest öllum ríkjum Evrópu. Atvinnuleysi er minnkandi og hefur lækkað hraðar en Lars og félagar reiknuðu með í síðustu spá. Hér er kominn viðunandi stöðugleiki, fjármálakerfið komið í gang, grunnur einkaneyslu er þokkalega traustur og fjárfestingar þokast upp á við. Lars hefur ekki tiltakanlegar áhyggjur af verðbólgu og telur ekki þörf fyrir meira peningalegt aðhald nema síður sé. Áhugi erlendra fjárfesta fer vaxandi á Íslandi þó að höft á fjármagnshreyfingar fæli frá og ofan af þeim telur Lars þurfa að vinda svo fljótt sem auðið er.Ekki afgreiddur sem vinstri „agent“ Sem sagt, að mati hins danska spámanns er efnahagslífið á réttri leið. Og ekki verður maðurinn afgreiddur sem vinstri „agent“ eða málpípa ríkisstjórnarinnar. Lars lýsir sjálfum sér sem hörðum markaðssinna og höllum undir kenningar Milton Friedman. Nei, þetta er sami maður og sagði okkur til syndanna 2006 og reyndist því miður hafa rétt fyrir sér. Er ef til vill ástæða til að taka mark á honum nú eða eigum við að afgreiða hann aftur úr umræðunni með ódýrum hætti og fylgja leiðsögn Bjarna Ben og Sigmund Davíðs í efnahagsmálum um að heimurinn sé að farast?
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar