Menning

Frakkar hrífast af Auði

Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur.
Auður Ava Ólafsdóttir rithöfundur.
Bók Auðar Övu, Rigning í nóvember, hefur fengið mjög góð viðbrögð í Frakklandi síðan hún kom þar út í ágúst. Yfir sextíu þúsund eintök eru seld, auk þess sem bókin hefur fengið góða dóma í stórblöðunum Le Monde og Libération og í tískublaðinu Elle. "Í þessari skáldsögu um konu sem lendir óvænt í móðurhlutverkinu smellur allt saman," segir gagnrýnandi Le Monde. Í dómi Elle segir: "Það er jafn sjaldgæft og að vinna stóra pottinn í Lottóinu að falla tvisvar marflatur fyrir sama höfundi. Sú er þó raunin með Auði Övu Ólafsdóttur." Afleggjari Auðar Övu kom út hjá Zulma í Frakklandi fyrir tveimur árum við mjög góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×