Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun