Þríhliða þras eða þjóðarsátt? 15. desember 2012 06:00 Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 28.12.2024 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Gagnkvæm virðing var ekki það fyrsta sem kom í hugann þegar Steingrímur J. Sigfússon og Gylfi Arnbjörnsson mættu í Kastljós sl. fimmtudag. Þrátt fyrir öll stóru orðin sem flugu á báðar hendur í þættinum eru skilaboðin í raun mun innihaldsríkari: Það leikur mikill vafi á því að lykilstofnanir í samfélaginu og stjórnmálamenn ráði við það verkefni að tryggja efnahagslega framtíð þjóðarinnar. „Svik“ og önnur sambærileg hugtök eru ekki hluti af þeirri vegferð. Hefðbundnar kjaradeilur eiga að heyra fortíðinni til. Það er hvorki launþegum né atvinnurekendum í hag að fara inn í nýtt tímabil verðbólgu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun. Við getum hins vegar ekki horft fram hjá því að kaupmáttur almennings minnkaði verulega eftir hrun, þó svo að hann hafi tekið við sér aftur eftir síðustu kjarasamninga. Fyrirtækin standa almennt fremur höllum fæti og hafa því ekki mikið rými fyrir frekari launahækkanir. Staða hins opinbera er vel þekkt – þar er ekki heldur rými fyrir hækkanir.Engin töfralausn til Það er engin töfralausn til og það er ekki ábyrgt að skapa falskar væntingar. Vöxtur í verðmætasköpun, framleiðniaukning og stöðugt efnahagsumhverfi eru forsendur fyrir bættum kjörum almennings, fyrirtækja og hins opinbera. Launahækkanir og úrlausnir annarra mikilvægra verkefna við að bæta stöðu almennings og fyrirtækja verða að byggja á þessu forsendum. Stóra verkefnið er að taka höndum saman við að skapa slíkt umhverfi. Framhaldið veltur að miklu leyti á því að okkur takist að leysa ýmis ágreiningsmál með gagnkvæmri virðingu, að við hindrum að atvinnulífið lamist vegna verkfalla og að jafnt stjórnvöld sem launþegar og atvinnurekendur axli sína ábyrgð og deili kjörum með öðrum. Það felur í sér að fyrirtæki og hið opinbera sýni ábyrgð þannig að launþegar geti treyst því að batnandi afkoma skili sér einnig til þeirra. Við vísum til þjóðarsáttarinnar 1990 og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún hafði á vinnumarkaðinn og efnahagslífið um langt árabil. Þar togaði gagnkvæm virðing og ábyrg hegðun þjóðina upp úr djúpum hjólförum staðlaðrar og staðnaðrar samningagerðar. Nú, 22 árum síðar, þurfum við að komast upp úr sömu hjólförum.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun