Jólakúlur úr mosa 18. desember 2012 06:00 Auður Árnadóttir blómaskreytingameistari sneri sér að náttúrulegum efnum í jólaskreytingar fyrir fjórum árum og vill helst ekki taka jólaskrautið niður. Sumt fær að standa allt árið. Mynd/Valli Glys og glingur hefur nánast dottið út hjá mér og nú skreyti ég bara með náttúrulegu efni heima hjá mér um jólin,“ segir Auður Árnadóttir blómaskreytingameistari. Síðustu fjögur árin hefur hún leitað út í náttúruna eftir hráefni í skreytingar. Nú fær "jólaskrautið“ jafnvel að hanga allt árið. "Yfirleitt var ég orðin þreytt á jólaskrautinu eftir hátíðisdagana en nú get ég ég eiginlega ekki hugsað mér að taka jólin niður. Þetta er svo notalegt. Fólk heldur kannski að það sé ekki nógu jólalegt að vera með náttúruna svona inni í stofu, en það er ótrúlega hátíðlegt.“ Auður býr meðal annars til engla úr ull, kransa úr greinum og greni og litlar kúlur úr mosa, skófum og silfurkambi. Hún laumast þó til að setja smá glimmer á mosakúlurnar til að gera þær jólalegri en þær glimmerlausu lætur hún hanga allt árið. "Við þurfum að njóta náttúrunnar miklu betur. Ég er svo heppin að ég bý með hraunið allt í kringum mig hér í Garðabænum og hef lært að meta það,“ segir Auður en auk skreytinganna býr hún einnig til myndir úr náttúrulegum efnum. Þá hefur Auður, ásamt Ástu Bárðardóttur, sett upp Jólastofu að Kirkjulundi 19 við Vífilsstaði í Garðabæ, þar sem hægt er að nálgast skreytingar eftir hana. Þá er hún einnig á Facebook sem Auður í náttúru Íslands. Hlýlegheit. Litlir pakkar úr dagblaðapappír, skreyttir með greni og könglum.Náttúrulegar jólakúlur Kúlurnar býr Auður til úr mosa, skófum og silfurkambi. Þær geta hangið uppi allt árið en fyrir jólin laumar Auður örlitlu af glimmer á kúlurnar.„Fólk heldur kannski að það sé ekki nógu jólalegt að vera með náttúruna svona inni í stofu en það er ótrúlega hátíðlegt.“ Auður er með lifandi jólatré og leggur undir það feld. Skrautið býr hún til sjálf og sækir sér efnivið út í móa.Glæsileg borðskreyting. Greinar, kanilstangir og falleg hjörtu úr silfurkambi í glæsilegri kertaskreytingu á jólaborði Auðar.Silfurkambur á vír Einfalt og fallegt skraut sem setur mikinn svip á jólaborðið. Jólafréttir Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Kjöt í stað jólakorta Jól Nótur fyrir píanó Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Mömmu Hamborgarhryggur Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin
Glys og glingur hefur nánast dottið út hjá mér og nú skreyti ég bara með náttúrulegu efni heima hjá mér um jólin,“ segir Auður Árnadóttir blómaskreytingameistari. Síðustu fjögur árin hefur hún leitað út í náttúruna eftir hráefni í skreytingar. Nú fær "jólaskrautið“ jafnvel að hanga allt árið. "Yfirleitt var ég orðin þreytt á jólaskrautinu eftir hátíðisdagana en nú get ég ég eiginlega ekki hugsað mér að taka jólin niður. Þetta er svo notalegt. Fólk heldur kannski að það sé ekki nógu jólalegt að vera með náttúruna svona inni í stofu, en það er ótrúlega hátíðlegt.“ Auður býr meðal annars til engla úr ull, kransa úr greinum og greni og litlar kúlur úr mosa, skófum og silfurkambi. Hún laumast þó til að setja smá glimmer á mosakúlurnar til að gera þær jólalegri en þær glimmerlausu lætur hún hanga allt árið. "Við þurfum að njóta náttúrunnar miklu betur. Ég er svo heppin að ég bý með hraunið allt í kringum mig hér í Garðabænum og hef lært að meta það,“ segir Auður en auk skreytinganna býr hún einnig til myndir úr náttúrulegum efnum. Þá hefur Auður, ásamt Ástu Bárðardóttur, sett upp Jólastofu að Kirkjulundi 19 við Vífilsstaði í Garðabæ, þar sem hægt er að nálgast skreytingar eftir hana. Þá er hún einnig á Facebook sem Auður í náttúru Íslands. Hlýlegheit. Litlir pakkar úr dagblaðapappír, skreyttir með greni og könglum.Náttúrulegar jólakúlur Kúlurnar býr Auður til úr mosa, skófum og silfurkambi. Þær geta hangið uppi allt árið en fyrir jólin laumar Auður örlitlu af glimmer á kúlurnar.„Fólk heldur kannski að það sé ekki nógu jólalegt að vera með náttúruna svona inni í stofu en það er ótrúlega hátíðlegt.“ Auður er með lifandi jólatré og leggur undir það feld. Skrautið býr hún til sjálf og sækir sér efnivið út í móa.Glæsileg borðskreyting. Greinar, kanilstangir og falleg hjörtu úr silfurkambi í glæsilegri kertaskreytingu á jólaborði Auðar.Silfurkambur á vír Einfalt og fallegt skraut sem setur mikinn svip á jólaborðið.
Jólafréttir Mest lesið Marengsterta með lakkrís- og karamellu Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Kjöt í stað jólakorta Jól Nótur fyrir píanó Jól Njótum jólanna án þess að kála okkur Jól Svakalegasta dubstep-jólaskreyting í heimi Jólin Mömmu Hamborgarhryggur Jól Óvæntir dýrgripir undir jólatrénu Jólin