Sorgarsaga Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 19. desember 2012 06:00 Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðanir Mest lesið Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun V. Sköpunarsaga þjóðsögu –Guðmundarmálið skyndilega skellt á borð Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Íslenskt skólakerfi má á margan hátt bæta. Það fag sem ég vil hér ræða er mér hugleikið eftir þriggja ára veru mína í Óslóarborg þar sem ég nem hin ýmsu fræði, en læri þó fremur öðru um mannlífið. Þetta fag er sagnfræðin. Sem barn á skólabekk upplifði ég sagnfræðina sem hræðilegt fag. Það tengdi saman tvo þætti sem ollu mér hugarangri: Utanbókarlærdóm og ártöl. Mér tókst þó að krafsa mig í gegnum þetta, tilneydd, lærði setningar eins og „X gerði Y árið Z" utan að og fékk góðar einkunnir á prófum sem oft samanstóðu af því að eiga að tengja saman atburði við ártöl, eins konar krossapróf. Eftir að allri sagnfræðikennslu var lokið hélt ég loks að ég væri laus við þann hausverk sem hún stæði fyrir þar sem ég vissi að ég myndi aldrei að eilífu láta mér detta í hug að halda áfram að romsa upp þvílíkum setningum þegar ég kæmi upp í háskólann. En þó slapp ég ekki jafn auðveldlega og ég vonaði. Ég flutti til Noregs og hóf heimspekinám við Háskólann í Ósló, og eftir nokkurra mánaða nám fór ég í námsferð til Rússlands ásamt samnemum mínum og vinum. Eitt kvöldið fór ég ásamt góðum hópi á búllu þar sem við bæði snæddum og drukkum. Á einhverju augnablikinu þótti okkur góð hugmynd að fara í leik sem snýst um það að allir fá límdan miða á bakið sem á stendur nafn á þekktri persónu, og svo spyrja allir spurninga sem hinir leikmennirnir mega aðeins svara með annaðhvort „já" eða „nei", þangað til allir hafa fundið út „hverjir þeir eru". Einfalt, hugsaði ég sem hafði tekið þátt í þessum leik áður og fundið út að ég var Tolli Morthens, og ákvað að vera með. Full af gremju En nei. Þetta var ekki einfalt. Sama hversu margra spurninga ég spurði, þá tókst mér ekki að leysa ráðgátuna. Að lokum voru allir löngu búnir að finna sig, hvort sem þeir voru heimspekingar fortíðarinnar eða pólítíkusar nútímans. Pass, sagði ég að lokum, full af gremju og fékk að vita að nafnið var Genghis Khan um leið og einn þáttakandinn sagði fullum hrokafullum hálsi að það væri augljóst að við værum með ofsalega ólíkan bakgrunn. Og það var rétt hjá honum, í það minnsta hvað varðar sagnfræðikennslu. Sagnfræði snýst um allt annað en ártöl og utanbókarlærdóm, hún snýst um skilning, skilning á orsakasamböndum. Í stað þess að hamra á því að læra hvenær eitthvað gerðist ættum við, eins og frændur okkar virðast gera, að læra um af hverju þetta gerðist. Við getum slegið upp staðreyndum á Wikipedia, en til að öðlast skilning þarf umræðu og vinnu og einmitt þess vegna göngum við í skóla. Þetta ætti í það minnsta að vera ástæðan. Norskur vinur minn er sagnfræðikennari og nefnir oft krefjandi ritgerðir sem nemendurnir eiga að skrifa sem snúast um að tengja hugsun við atburði. Hvaða hugsun leiddi til þessa atburðar? Hvaða atburðir og manneskjur tengjast þessum atburði, á hvaða hátt og hvaða áhrif hafði það? Orsakasambönd er lykilatriði. Við þurfum að geta tengt tíðarandann við það sem gerist og þá skiljum við meira af okkur sjálfum, hvaðan við komum og mögulega hvert við erum að fara. Misskilningur Á einu söguprófinu í barnaskóla gekk mér sérstaklega vel. Á því prófi átti ég að skrifa stutta ritgerð um landnám Ingólfs Arnarsonar. Fyrir tilviljun hafði ég notað drjúgan tíma dagana áður í tölvuleik með vinkonu minni, sem hún hafði fengið að gjöf og snerist um að hjálpa Ingólfi að nema land. Þar gat ég séð að nöfnin í sögubókinni voru meira en bara nöfn, þau stóðu fyrir manneskjur og þeirra gjörðir. Þar með skildi ég meira af sögunni og gekk vel á prófinu, enda þurfti ég ekki að reyna að muna þetta utan að sem stóð mér svo nærri. Í sumar ræddi ég þennan galla á sagnfræðikennslunni á Íslandi við vinkonu mína sem á móður sem kennir sagnfræði við HÍ. Hún sagði að í gegnum uppvöxt sinn hefðu foreldrar hennar sagt henni að einbeita sér að því skilja af hverju þetta gerðist í stað þess að læra ártöl utanbókar og að móðir hennar hefði heldur aldrei átt gott með að muna ártöl. Móðir hennar, háskólakennarinn, átti ekki gott með að muna ártöl! Og ég sem hef haldið frá blautu barnsbeini að ártöl væru kjarni sagnfræðinnar! Hvílíkur misskilningur. Þurfum við virkilega að eiga háskólakennara í sögu sem foreldra til þess að þessi misskilningur sé leiðréttur? Ég hef þó loks öðlast skilning á því að sagnfræði er meira en bara fag í skóla, hún skiptir lífið máli. Og svo sit ég eftir, eftir áralangt nám í sögu í gegnum barnaskóla, gagnfræðaskóla og menntaskóla, og man ekki eftir því að hafa nokkurn tíma lært um Genghis Khan. Sennilega af því að ég lærði hann eins og ljóð, en ljóðin gleymast. Ekki bara Khan, heldur það sem verra er, svo ótalmargt annað sem útskýrir fyrir mér af hverju heimurinn er eins og hann er.
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson Skoðun
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun