Lífið

Stúlkan sem sagði "já" á Þjóðhátíð er ófrísk

Auður og Biggi eiga von á barni en þau kynntust í Herjólfsdalnum fyrir ári. Hún er gengin 13 vikur með barnið þeirra.
Auður og Biggi eiga von á barni en þau kynntust í Herjólfsdalnum fyrir ári. Hún er gengin 13 vikur með barnið þeirra.
„Ég var ekki að búast við því engan veginn, svarar Auður Elísabet Baldursdóttir, tvítug verslunardama sem játaði bónorði smiðsins Birgis Fannars, 27 ára, þegar hann bað hennar á eftirminnilegu andartaki í Herjólfsdalnum á Þjóðhátíðinni nýliðna helgi eins og sjá má hér.

Hvernig leið þér þegar hann bað þín? „Þetta var æðislegt alveg. Það er bara ekki hægt að lýsa tilfinningunni. Mér leið bara rosalega vel. Við erum búin að vera saman í eitt ár - fyrsti kossinn okkar var á sama tíma og stað í fyrra," segir Auður spurð hve lengi sambandið hefur staðið yfir.

Hafið þið ákveðið daginn sem þið ætlið að gifta ykkur? „Nei ekki ennþá."

Hvernig voru viðbrögð fjölskyldunnar?
„Rosalega góð." 

„Ja... það er eitt á leiðinni ég er komin þrettán vikur," svarar Auður glöð í bragði spurð út í barneignir í framtíðinni. 

Lífið óskar Bigga og Auði innilega til hamingju!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.