Hafdís Sigurðardóttir úr UFA og Trausti Stefánsson úr FH náðu sínum bestu tímum á árinu í 400 metra hlaupi á Gautaborgarmótinu í frjálsum íþróttum um helgina.
Hafdís hljóp 400 metrana á 54,16 sekúndum og kom fyrst í mark. Norðlendingurinn vann einnig sigur í 200 metra hlaupi á 24,12 sekúndum sem er hennar besti tími.
Hafdís keppti einnig í 100 metra hlaupi þar sem hún varð í öðru sæti á 12,10 sekúndum. Þá hafnaði hún í fjórða sæti í langstökki með 5,98 metra stökki.
Trausti hljóp 400 metrana á 47,73 sekúndum sem dugði til fjórða sætis í karlaflokki. Tíminn er jafnfram hans besti á árinu.
ÍR-ingarnir Aníta Hinriksdóttir og Hilmar Örn Jónsson unnu til gullverðlauna í flokki 17 ára og yngri. Aníta kom fyrst í mark í 400 metra hlaupi og Hilmar Örn sigraði í sleggjukasti en bæði eru 16 ára.
Nánari úrslit frá Gautaborgarleikunum má finna á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins með því að smella hér.
Bestu tímar ársins hjá Hafdísi og Trausta í Gautaborg
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn

„Ég tek þetta bara á mig“
Íslenski boltinn