AGF vann í dag góðan 3-1 sigur á HB Köbe í dönsku úrvalsdeildinni. Aron Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir AGF í leiknum.
Aron hefur nú skorað sjö deildarmörk á tímabilinu og nú í fjórum leikjum í röð. Hann hefur því verið sjóðheitur að undanförnu.
AGF er í fimmta sæti deildarinnar með 45 stig en FCK og Nordjælland eru á toppnum með 61 stig hvort.
