Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál Ingimar Einarsson skrifar 8. desember 2012 08:00 Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingimar Einarsson Skoðun Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ríki heims hafa átt með sér víðtækt samstarf um heilbrigðismál um langt skeið. Með undirritun stofnskrár Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) 22. júlí 1946 og formlegri stofnunar hennar 7. apríl 1948 tók WHO yfir verkefni og hlutverk Heilbrigðisnefndar Þjóðabandalagsins ásamt fleiri viðfangsefnum. Alls var um að ræða 43 alþjóðasamninga um heilbrigðismál og a.m.k. 7 alþjóðlegar stofnanir sem hin nýja alþjóðasamvinnustofnun um heilbrigðismál tók yfir.Alþjóðasamstarfið Á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina var stór hluti heimsbyggðarinnar að rísa úr rúst eftir hildarleik ófriðarins. Á þessum tíma var komið á fót alþjóðlegum stofnunum og samtökum sem hafa látið sig heilbrigðismál miklu varða og starfað í náinni samvinnu við WHO á mörgum sviðum. Má þar nefna Evrópuráðið, Alþjóðabankann, Efnahags- og framfarastofnunina (OECD) og síðar Evrópusambandið. Hjá þessum aðilum varð samvinna um heilbrigðismál ekki aðeins liður í að bæta heilsufar þjóða heldur sömuleiðis aðgerð til að treysta efnahaginn og friðinn um víða veröld. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er ábyrg fyrir stefnumótun og samræmingu heilbrigðismála á vegum hinna Sameinuðu þjóða. WHO er þannig forystuafl í heilbrigðismálum á heimsvísu, forgangsraðar viðfangsefnum heilbrigðisrannsókna, setur viðmið og gæðastaðla í heilbrigðisþjónustu, byggir vinnu sína á sannreyndum stefnumiðum, veitir aðildarríkjum tæknilega aðstoð og fylgist með og metur þróunina í heilbrigðismálum.Mikilvægir þættir Í heilbrigðismálum hefur Evrópuráðið í Strasbourg einkum gert sig gildandi gegnum heilbrigðisnefnd sína. Ráðið hefur einnig haldið utan um Lyfjaskrá Evrópu („European Pharmacopoeia") frá 1964, en í henni er að finna sameiginlega staðla sem skylt er að nota í öllum aðildarríkjunum til að tryggja gæði lyfja. Alþjóðabankinn hefur síðustu áratugina lagt vaxandi áherslu á að styðja við uppbyggingu heilbrigðisþjónustu og stuðla að umbótum í heilbrigðiskerfum þróunarlanda. Fjárfesting í heilsu er mikilvæg fyrir efnahagslega uppbyggingu hvar sem er í heiminum. OECD hefur í auknum mæli beint sjónum sínum að heilbrigðismálum. Til að byrja með var athyglin nær einskorðuð við heilbrigðisútgjöldin, en nú safnar stofnunin og gefur út víðtækar upplýsingar um heilbrigðismál í aðildarríkjunum. Jafnt ríkisstjórnir sem ráðgjafarfyrirtæki eins og Boston Consulting Group, McKinsey og Deloitte nýta sér þessar upplýsingar. OECD starfar sömuleiðis náið með WHO og framkvæmdastjórn ESB við samræmingu upplýsinga á þessu sviði. Þótt heilbrigðismál séu fyrst og fremst málefni hvers aðildarríkis fyrir sig innan ESB þá felur Evrópusamstarfið í sér fjárhagslegar skuldbindingar og kröfur um samhæfingu í stefnumótun og rannsóknum á heilbrigðis- og velferðarsviðinu.Afskipti eða einangrun Íslendingar hafa um áratugaskeið verið virkir þátttakendur í allri alþjóðasamvinnu um heilbrigðismál. Megináherslan hefur verið á starfsemi WHO og á síðasta áratugi gegndi Ísland til dæmis formennsku í framkvæmdastjórn WHO með góðum árangri. Í öðrum alþjóðastofnunum og á norrænum vettvangi hafa fulltrúar Íslands tekið þátt í margvíslegum verkefnum og nýtt sér þá kosti sem beinn aðgangur að þessari starfsemi veitir. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur af ýmsum ástæðum dregið verulega úr þátttöku í erlendu samstarfi og er óhætt að fullyrða að síðustu árin höfum við ekki náð að fylgjast nægjanlega vel með helstu alþjóðastraumum á sviði heilbrigðismála, nema þá til málamynda. Það er því mikil hætta á að mótun nýrrar framtíðarsýnar og gerð áætlana í heilbrigðismálum geti ekki uppfyllt þær kröfur sem gera verður til að ná viðhlítandi árangri og tryggja að íslensk heilbrigðisþjónusta verði áfram sambærileg við það sem best gerist annars staðar. Verði ekki brugðist við þessu ástandi á skynsamlegan hátt er hætt við að framtíðin verði beinn og breiður vegur einangrunar og afskiptaleysis fjarri lífæðum hins alþjóðlega samfélags.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar